Elfar Logi og Arna Lára við undirritun samnings um styrk við Act Alone.

Samningar við Act Alone og Kómedíuleikhúsið framlengdir

Bæjarstjórn hefur samþykkt endurnýjun á þriggja ára styrksamningi við einleikjahátíðina Act Alone og framlenginu samkomulags um afnot leiklistarmiðstöðvar Kómedíuleikhússins af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Vallargötu 3 á Þingeyri.
Lesa fréttina Samningar við Act Alone og Kómedíuleikhúsið framlengdir

Dagný Finnbjörnsdóttir ráðin í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

Dagný Finnbjörnsdóttir hefur verið ráðin í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hjá Ísafjarðarbæ.
Lesa fréttina Dagný Finnbjörnsdóttir ráðin í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2023

Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 er komin út.
Lesa fréttina Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2023

Lausar lóðir á Þingeyri

23 lóðir eru nú lausar til úthlutunar við Hlíðargötu á Þingeyri.
Lesa fréttina Lausar lóðir á Þingeyri
Arna Lára og Kristrún Frostadóttir með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.

Dagbók bæjarstjóra 2024: Vika 3

Dagbók bæjarstjóra dagana 15.-21. janúar 2024.
Lesa fréttina Dagbók bæjarstjóra 2024: Vika 3

Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar settur á fót

Stofnaður hefur verið starfshópur sem falið er að greina og skoða skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar og leggja fram tillögur að breytingum á skipulagi leikskólastarfs sem leitt geta til framtíðarumbóta og stöðugleika í starfsumhverfi barna og starfsfólks leikskóla.
Lesa fréttina Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar settur á fót

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagsbreytingum í miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis Þingeyrar skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Deiliskipulagsbreyting þessi nær til lóðanna Vallargötu 1 og 3, og Hafnarstrætis 5 og 8. Frestur til að skila inn ábendingum við tillögugerðina er til og með 15. mars 2024.
Lesa fréttina Auglýsing um tillögu að deiliskipulagsbreytingum í miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri

Fasteignagjöld 2024

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2024 hafa verið birtir á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar og á minarsidur.island.is.
Lesa fréttina Fasteignagjöld 2024

Bæjarráð: Ótækt að sveitarfélög borgi brúsann

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lýst vonbrigðum með úrskurð í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs, þar sem ríkinu var gert að greiða 3,37 milljarða í skaðabætur til Reykjavíkurborgar. Málinu verður áfrýjað en standi niðurstaðan óbreytt mun Jöfnunarsjóður þurfa að lækka framlög til sveitarfélaga næstu árin til að jafna stöðu sjóðsins. Í bókun bæjarráðs um málið kemur fram að það sé ótækt að sveitarfélög séu látin borga brúsann vegna málsins.
Lesa fréttina Bæjarráð: Ótækt að sveitarfélög borgi brúsann
Er hægt að bæta efnið á síðunni?