Merki (logo) og hönnunarstaðall

merki-png.png

Byggðarmerki Ísafjarðarbæjar sýnir bát á siglingu á sjávarfleti, til beggja handa eru há Vestfjarðafjöllin en úti fyrir firðinum er miðnætursólin að hníga til viðar.

Merkið var teiknað af Halldóri Péturssyni listmálara og tekið í notkun árið 1966, á 100 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar. Það var uppfært af Pétri Halldórssyni myndlistarmanni árið 2011.

Athugðið að reglur gilda um notkun merkisins.

Í hönnunarstaðli má lesa um frekari reglur og útfærslur á notkun merkis, leturgerðir og reglur um litaval í kynningarefni og merkingum. Þar eru merki og aðrir grafískir þættir á vektoraformi.