Svið og stofnanir

isafjordur_silfurtorg.jpg

Ísafjarðarbær skiptist í nokkur svið og stofnanir sem sjá um helstu þjónustu sveitarfélagsins.

Stjórnsýslusvið fer með fjármál, mannauð og stjórnsýslu.

Umhverfis- og eignasvið sér um skipulag, framkvæmdir og fasteignir.

Velferðarsvið sinnir málefnum fatlaðra, búsetuþjónustu, hæfingarstöð, barnavernd, liðveislu, öldrunarmálum, jafnréttismálum og annarri félagsþjónustu. 

Skóla- og tómstundasvið Ísafjarðarbæjar nær yfir málaflokkana fræðslumál og íþrótta- og tómstundamál. Undir sviðið heyra t.d. allir leik- og grunnskólar bæjarins og íþróttamannvirki.