Íþróttir

thingeyri_ithrottahus.jpg

Aðstaða til íþróttaiðkunar í Ísafjarðarbæ er fjölbreytt en í sveitarfélaginu eru til dæmis fimm íþróttamiðstöðvar, fjórar sundlaugar, sparkvellir og stórir fótboltavellir á Torfnesi.

Skíðasvæði eru í Tungudal og Seljalandsdal, og góðar göngu- og hjólaleiðir liggja um allt svæðið.

Íbúar geta nýtt sér hagstæð árskort í sund og skíðasvæði með möguleika á aukaafslætti.

Upplýsingar um starf og æfingar íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ má finna í íbúahandbókinni Lífið í Ísafjarðarbæ.