Heilsueflandi samfélag
Ísafjarðarbær er heilsueflandi samfélag þar sem meginmarkmiðið er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Hér má finna yfirlit yfir fjölbreytta möguleika til hreyfingar. Ábendingar um skipulagða hreyfingu má senda á postur@isafjordur.is.
Eldri borgarar
Opnir tímar eru fyrir eldri borgara í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar. Smellið hér til að sjá yfirlit yfir hreyfingu sem er í boði fyrir eldri borgara.
Fótbolti
Sparkvellir eru alls sjö í sveitarfélaginu og er þeim dreift víða; tveir eru á Ísafirði, tveir á Suðureyri, einn í Hnífsdal, einn á Flateyri og einn á Þingeyri. Þar að auki eru tveir stórir fótboltavellir á Torfnesi á Ísafirði, annar með grasþekju og hinn með gervigrasi.
Gönguleiðir
Í kortasjá Ísafjarðarbæjar er hægt að sjá gönguleiðir utan byggðakjarna þegar hakað er við „Útivist“.
Íþróttahátíðir
Íþróttahús
Fimm íþróttahús eru í Ísafjarðarbæ, tvö á Ísafirði, eitt á Flateyri, eitt á Suðureyri og eitt á Þingeyri. Á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri rekur Ísafjarðarbær líkamsræktarsali, en á Ísafirði er slík aðstaða í einkarekstri.
Einstaklingar geta bókað tíma í íþróttahúsum sveitarfélagsins hjá forstöðumönnum.
Verð fyrir leigu má finna í gjaldskrá, undir „sundlaugar og íþróttahús“.
Leikfimi, líkamsrækt og útivist
- Stöðin heilsurækt
Stöðin heilsurækt er líkamsræktarstöð við Sindragötu 2 á Ísafirði sem býður upp á aðstöðu til að iðka hefðbundna líkamsrækt í tækjasal sem og góða sali fyrir hópatíma af ýmsum stærðum.
- Ferðafélag Ísafirðinga
Frjáls félagasamtök með útivist á stefnuskrá sinni. Aðili að Ferðafélagi Íslands. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu félagsins eða á netfanginu ferdafelag.isfirdinga@gmail.com.
- Jóga Ísafjörður
Jógastöð í Mávagarði á Ísafirði.
- Leikfimi fyrir konur
Leikfimi í íþróttahúsinu Austurvegi undir stjórn Guðríðar Sigurðardóttur og Rannveigar Pálsdóttur. Alla mánudaga og fimmtudaga kl. 17. Upplýsingar í síma 8650648.
- Riddarar Rósu, hlaupahópur
Nánari upplýsingar á Facebook-síðu hópsins eða á netfanginu hlaupahatid@hlaupahatid.is
Skipulagðar íþróttir
Héraðssamband Vestfirðinga, HSV, eru regnhlífasamtök fyrir íþróttafélög í Ísafjarðarbæ.
Aðildarfélög:
Golfklúbbur Ísafjarðar
Golfklúbburinn Gláma
Hestamannafélagið Hending
Hestamannafélagið Stormur
Íþróttafélagið Grettir
Íþróttafélagið Höfrungur
Íþróttafélagið Ívar
Íþróttafélagið Stefnir
Íþróttafélagið Vestri
Knattspyrnufélagið Hörður
Kubbi, íþróttafélag eldriborgara í Ísafjarðarbæ
Sæfari
Skíðafélag Ísfirðinga
Skotíþróttafélag Ísafjarðar
Tennis- badmintonfélag Ísafjarðar
Ungmennafélagið Geisli
Nánari upplýsingar má finna á vef héraðssambandsins, www.hsv.is.
Skíðasvæði
Svigskíðasvæði er í Tungudal á Ísafirði og gönguskíðasvæði á Seljalandsdal, næsta dal fyrir ofan.
Sundlaugar
Fjórar sundlaugar eru í Ísafjarðarbæ; sundlaugin á Flateyri, Sundhöll Ísafjarðar, sundlaugin á Suðureyri og sundlaugin á Þingeyri.