Heimili

isafjordur_hus.jpg

Öll heimili í Ísafjarðarbæ njóta — eða geta nýtt sér — ýmiss konar þjónustu, sem mörg hver er hluti af grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Fasteignagjöld eru innheimt árlega og ber eigandi ábyrgð á greiðslu þeirra. Gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs eru innheimt með fasteignagjöldum og skiptast í fast gjald vegna reksturs grenndar- og söfnunarstöðva og breytilegt gjald eftir því hvaða sorpílát eru við húsnæðið. 

Sveitarfélagið hefur reglur um dýrahald, sem íbúar þurfa að fylgja.

Þegar um er að ræða breytingar á húsnæði eða lóð, þarf að sækja um leyfi til bæjarins, og hægt er að nálgast kortasjá og teikningar í tengslum við slíkar framkvæmdir. Byggingamál eru einnig undir umsjón bæjarins, sem veitir ráðgjöf og eftirlit.