Snjómokstur
Verktakar annast snjómokstur innanbæjar í byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar og sér þjónustumiðstöð/áhaldahús um samskipti við verktakana.
Eðli málsins samkvæmt eru annir mjög misjafnar og eftir mikla ofankomu getur tekið langan tíma að gera bæina greiðfæra.
Forgangsáætlanir hafa verið gerðar fyrir alla byggðarkjarna og má finna þær hér að neðan.
- Vetrarþjónusta - Yfirlit
- Vetrarþjónusta - Ísafjarðarbær
- Vetrarþjónusta - Eyri og efri bær á Ísafirði
- Vetrarþjónusta - Holtahverfi á Ísafirði
- Vetrarþjónusta - Hnífsdalur
- Vetrarþjónusta - Flateyri
- Vetrarþjónusta - Suðureyri
- Vetrarþjónusta - Þingeyri
Undir umhirðu í kortasjá Ísafjarðarbæjar er einnig hægt að sjá myndræna framsetningu á snjómokstursreglum.
Tjón vegna snjómoksturs
Verktakar eru tryggðir og eiga að greiða það tjón sem þeir kunna að valda við snjómokstur. Verði tjón á eigum íbúa vegna snjómoksturs skulu upplýsingar um tjón, staðsetningu og dagsetningu, berast til postur@isafjordur.is.