Linköping

Vinabær Ísafjarðarbæjar í Svíþjóð er Linköping. Linköping er meira en 700 ára gamall bær, sá fimmti stærsti í Svíþjóð, en íbúar þar eru 164.000 talsins (2020). Bærinn er staðsettur á sléttlendi suðaustur Svíþjóðar og er umvafinn landbúnaðarsvæðum, enda er framleiðsla á matvöru mikilvægur þáttur á þessum slóðum. Linköping er líka miðstöð þekkingar, þar er framsækinn háskóli og mikill hátækniiðnaður. Sjálfbærni leikur stórt hlutverk í stefnu bæjarins en markmiðið er að ná kolefnishlutleysi árið 2025.

Opinber vefur sveitarfélagsins

Linköping á Wikipedia