Túnsberg
Túnsberg, eða Tønsberg eins og hann heitir á norsku, er vinabær Ísafjarðarbæjar í Noregi. Bærinn er í syðsta hluta Noregs, um 100 km frá Osló og árið 2020 var íbúafjöldi rúmlega 56.000 manns.
Túnsberg er talinn vera elsti bær Noregs, stofnaður um 870. Þar hafa verslun, útgerð, iðnaður og skipasmíðar verið stærstu pólar atvinnulífsins en bærinn er einnig vinsæll ferðamannastaður á sumrin.