Joensuu

Joensuu er vinabær Ísafjarðarbæjar í Finnlandi. Joensuu er háskólabær þar sem stór hluti af íbúum eru námsmenn. Íbúafjöldi árið 2020 var tæplega 77.000 manns.

Bærinn var stofnaður af Nikolai Rússlandskeisara 1848 og stendur við landamærin að Rússlandi, um 400 km norðaustur af Helsinki, höfuðborg Finnlands. Í Joensuu er mikill iðnaður; plast- og málmiðnaður, tréiðnaður og iðnaður sem tengist upplýsinga- og fjarskiptatæknigeiranum. Þar er líka mikil skógrækt og iðnaður og rannsóknir á því sviði. Hvert sumar er í Joensuu haldin vinsæl rokkhátíð (Ilosaarirock). 

Opinber vefur sveitarfélagsins

Joensuu á Wikipedia