Nanortalik

Nanortalik hefur verið vinabær Ísafjarðarbæjar síðan 1983. 

Bærinn tilheyrir sveitarfélaginu Kujalleq sem er syðsta sveitarfélag landsins. Íbúafjöldi er 1.185 (2020).

Aðalatvinnugreinar eru smábátaútgerð, sela- og svartfuglaveiði og ferðaþjónusta. Gullnáma er í um 30 km fjarlægð. Um nokkurra áratuga skeið var einnig rekinn grafítnáma í nágrenni þorpsins en hún er nú lokuð.

Nanortalik þýðir „bjarnastaðurinn“ en þrátt fyrir nafnið eru ísbirnir ekki algengir gestir á svæðinu. Þeir eiga sér þó sinn sess í merki bæjarins.

Opinber vefur Kujalleq

Nanortalik á Wikipedia