Stuðningsþjónusta

Markmið stuðningsþjónustu eldri borgara í Ísafjarðarbæ er að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir dagslegs lífs og/eða til að rjúfa félagslega einangrun.

Stuðningsþjónusta felur í sér félagslegan stuðning, aðstoð við heimilisþrif, hvatningu í formi innlits, aðstoð við innkaup og heimsendingu hádegisverðar. Eldri borgarar sem eru ófærir um að nýta almenningssamgöngur eða eigin bifreið geta einnig sótt um akstursþjónustu.