Dagdeildir
Ísafjarðarbær rekur dagdeild á Hlíf, Ísafirði. Dagdeild er opin alla virka daga milli kl.10:00-16:00.
Dagdeild er stuðningsúrræði fyrir aldraða, ætlað til að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að því að aldraðir geti búið lengur heima. Þar er boðið upp á tómstundaiðju, létta hreyfingu, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Þjónusta er fjölbreytt og leitast er við að hafa hana einstaklingsmiðaða.
Iðjuþjálfi á dagdeild og ráðgjafar félagsþjónustu veita frekari upplýsingar um dagþjálfun á dagdeild.