Félagsstarf

Ísafjarðarbær býður upp á félags- og tómstundarstarf í þjónustumiðstöð á Hlíf Ísafirði, Sunnuhlíð á Suðureyri, Tjörn á Þingeyri og Félagsbæ á Flateyri og stendur fyrir leikfimi og afþreyingu fyrir þennan ört stækkandi aldurshóp.

Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra, hvetja til skapandi athafna og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Félags- og tómstundastarf aldraðra er starfrækt með áherslu á fjölbreytt viðfangsefni, þannig að það henti sem flestum. Áhersla er lögð á gott samstarf við félög eldri borgara í sveitarfélaginu og leitast við að fá aldraða sjálfa til þátttöku í skipulagningu félagsstarfs þar sem það getur stuðlað að meiri sjálfbærni starfsins sem og valdeflingu.

Félagsmiðstöðvar

Tilkynnt er um skipulagða tómstundastarfsemi fyrir eldri borgara á Facebook-síðunni Félagsmiðstöð eldri borgara í Ísafjarðarbæ.

Ísafjörður
Vör,
kjallari Hlífar.
Alltaf opið

Suðureyri
Sunnuhlíð,
Aðalgötu 2
Opið mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 13:00-16:00. Kaffi og meðlæti 500 kr.

Þingeyri
Tjörn Vallargötu 7
Opið mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 13:00-16:00. Kaffi og meðlæti 500 kr.

Umsjón með félagsstarfi aldraðra:

Ísafjörður

Svanlaug Björg Másdóttir

Suðureyri

Rósa Guðrún Linnet

Þingeyri

Kristín Álfheiður Arnórsdóttir

Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni

Nánari upplýsingar í Facebook-hópi Félags eldri borgara og hjá formanni FEBÍ, Sigrúnu C. Halldórsdóttur, í síma 456 3277/860 7444.

Félagsstarfið er í húsnæði félagsins í Nausti, kjallara á Hlíf.