Félagsstarf
Ísafjarðarbær býður upp á félags- og tómstundarstarf í þjónustumiðstöð á Hlíf Ísafirði, Sunnuhlíð á Suðureyri og Tjörn á Þingeyri.
Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra, hvetja til skapandi athafna og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Félags- og tómstundastarf aldraðra er starfrækt með áherslu á fjölbreytt viðfangsefni, þannig að það henti sem flestum. Áhersla er lögð á gott samstarf við félög eldri borgara í sveitarfélaginu og leitast við að fá aldraða sjálfa til þátttöku í skipulagningu félagsstarfs þar sem það getur stuðlað að meiri sjálfbærni starfsins sem og valdeflingu.
Félagsmiðstöðvar
Tilkynnt er um skipulagða tómstundastarfsemi fyrir eldri borgara á Facebook-síðunni Félagsmiðstöð eldri borgara í Ísafjarðarbæ.
Ísafjörður
Vör, kjallari Hlífar.
Alltaf opið
Suðureyri
Sunnuhlíð, Aðalgötu 2
Opið mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 13:00-16:00. Kaffi og meðlæti 500 kr.
Þingeyri
Tjörn Vallargötu 7
Opið mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 13:00-16:00. Kaffi og meðlæti 500 kr.
Umsjón með félagsstarfi aldraðra:
Ísafjörður |
Svanlaug Björg Másdóttir |
Suðureyri |
Rósa Guðrún Linnet |
Þingeyri |
Kristín Álfheiður Arnórsdóttir |
Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni
Nánari upplýsingar í Facebook-hópi Félags eldri borgara og hjá formanni FEBÍ, Sigrúnu C. Halldórsdóttur, í síma 456 3277/860 7444.
Félagsstarfið er í húsnæði félagsins í Nausti, kjallara á Hlíf.