Tillaga að deiliskipulagsbreytingum — Mjólkárlína 2

Tillaga að deiliskipulagsbreytingum Mjólkárvirkjunar í Ísafjarðarbæ, vegna Mjólkárlínu 2

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 1. júlí 2024 að auglýsa tillögu á breytingum á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar vegna Mjólkárlínu II, skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Landeigendur við Mjólká, Orkubú Vestfjarða ohf., hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar, sem tók gildi 15. apríl 2010. Tilgangur skipulagsbreytingar er að færa lagnaleið Mjólkárlínu 2 til að rýma fyrir annarri starfsemi landeiganda. Breytingin felst í að fyrirhugaður jarðstrengur Mjólkárlínu 2 færist norður fyrir byggingar Mjólkárvirkjunar á láglendi. Lagnaleiðin liggur um tún og ræktað land líkt og fyrri lagnaleið.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði frá og með miðvikudeginum 26. júlí 2024, til og með fimmtudagsins 5. september 2024 og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 810/2024.

Skipulagsuppdráttur

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 5. september 2024. Skila skal athugasemdum um skipulagsgáttina eða á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, einnig með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is .

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar