Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd starfar á skóla- og tómstundasviði og fer með málefni leikskóla samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, grunnskóla samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, og tónlistarskóla samkvæmt lögum nr. 75/1985, um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla og samstarfssamningum sem gilda um rekstur tónlistarskóla hverju sinni. Einnig fer nefndin með málefni framhaldsskóla samkvæmt ákvæðum framhaldsskólalaga nr. 92/2008 og samstarfssamningum sem gilda um rekstur framhaldsskóla hverju sinni.
Þá fer nefndin með verkefni íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála í sveitarfélaginu, þar með talið eftirlit með íþróttamannvirkjum en þau eru rekin af Eignasjóði, málefni félagsmiðstöðva og vinnuskóla. Nefndin skal stuðla að samstarfi í íþróttamálum m.a. með nánu samstarfi við Héraðssamband Vestfirðinga.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd hefur eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga, og gerir tillögur um úrbætur í þeirri starfsemi sem undir nefndina heyrir. Nefndin hefur umsjón með þeim stofnunum sem undir nefndina heyra, þ.e. leikskóla, grunnskóla, íþróttamiðstöðva, íþróttavalla, skíðasvæða, vinnuskóla og félagsmiðstöðva, og gerir tillögur til bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun vegna þessara stofnana og í skóla-, íþrótta- og tómstundamálum almennt.
Meginhlutverk nefndarinn er stefnumótun, markmiðasetning og ráðgjöf til bæjarstjórnar, en í minna mæli afgreiðsla einstakra mála. Nefndin setur forstöðumönnum og starfsmönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra starfsreglur um afgreiðslu samsvarandi mála.
Nefndarmenn: |
||
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
Í |
formaður |
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir |
Í |
varaformaður |
Þórir Guðmundsson |
Í |
|
Elísabet Samúelsdóttir |
B |
|
Eyþór Bjarnason |
D |
|
Varamenn: |
||
Magnús Einar Magnússon |
Í |
|
Jónína Eyja Þórðardóttir |
Í |
|
Wojciech Wielgosz |
Í |
|
Halldór Karl Valsson |
B |
|
Steinunn Guðný Einarsdóttir |
D |
Ritari skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar er Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.
Netfang: hafdisgu@isafjordur.is