Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar
Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar heyrir beint undir skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Meginhlutverk starfshópsins er að skoða skipulag og starfsumhverfi leikskóla og koma með tillögur að úrbótum til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
Meginverkefni starfshópsins er:
- Greina núverandi stöðu leikskólastarfs m.t.t. gæða faglegs starfs, starfsánægju og stöðugleika í starfsumhverfi bæði barna og starfsfólks.
- Skoða nýtingu leikskólaplássa og meta mögulegar leiðir til breytinga á núverandi skipulagi leikskólastarfs.
- Greina íbúafjölda með tilliti til fjölgunar barna frá 12 mánaða í Ísafjarðarbæ næstu fimm árin með tilliti til núverandi innviða.
- Útfæra og sammælast um tillögur sem lagðar verða fyrir skóla-, íþrótta-, og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar.
Starfshópurinn skal ljúka störfum fyrir lok maí 2024, en fyrr ef því verður komið við.
Finney Rakel Árnadóttir |
Bæjarfulltrúi |
Í |
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
Bæjarfulltrúi |
Í |
Helga Björk Jóhannsdóttir |
Leikskólastjórnandi |
|
Hildur Sólmundsdóttir |
Leikskólakennari |
|
Sigríður Brynja Friðriksdóttir |
Fulltrúi ófaglærðra starfsmanna |
|
Kristrún Halla Gylfadóttir |
Fulltrúi foreldra |
|
Tara Óðinsdóttir |
Fulltrúi foreldra |
|