Afhendingarmáti reikninga
Frá 1. janúar 2021 skulu allir reikningar sem berast Ísafjarðarbæ vera á rafrænu formi. Því verða reikningar sem berast með öðru móti, t.d. á pappírsformi eða sem pdf-skjöl í tölvupósti endursendir með ósk um að fá þá aftur sem rafræn skjöl.
Mælt er með að söluaðilar gefi út reikninga í sínum kerfum og miðli í gegnum skeytamiðlara. Þjónustuaðilar fjárhagskerfa og skeytamiðlarar veita ráðgjöf um útgáfu og miðlun rafrænna reikninga. Ísafjarðarbær hefur samið við skeytamiðlunina InExhange um móttöku reikninga.
Aðilum sem eru án bókhaldskerfis er bent á, að á markaði er allskyns bókhaldsþjónusta í boði og ýmis bókhaldskerfi á vefnum sem rekstraraðilar geta nýtt sér til að senda rafræna reikninga.
Aðilar sem gefa út reikninga á pappír þurfa eftir sem áður að gefa út löglega reikninga á pappír sem síðan senda okkur í gegnum þjónustusíðu.
Fyrir aðila sem senda fáa reikninga á ári er í boði að senda reikninga, sendanda að kostnaðarlausu, í gegnum móttökuvef InExchange sem er skeytamiðlari Ísafjarðarbæjar.
Reikninga skal stíla á kennitölu og nafn sjóðs/fyrirtækis auk þess sem nafn kostnaðarstaðar/deildar skal koma fram á reikningi með skýrum hætti. Eftirtaldar kennitölur eru gildar:
- 540596-2639 – Ísafjarðarbær
- 600596-2419 – Hafnir Ísafjarðarbæjar
- 600103-2450 – Fasteignir Ísafjarðarbæjar
- 660463-0119 – Byggðasafn Vestfjarða
Viðskiptavinir geta óskað eftir því að fá reikninga senda rafrænt á XML formi í gegnum skeytamiðlara með því að senda beiðni á innheimta@isafjordur.is
Ef það eru einhverjar spurningar eða ykkur vantar frekari hjálp við að setja þetta upp. Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 450-8000 eða bokhald@isafjordur.is
Formkröfur og innihald reikninga
Fram skal koma á reikningi sundurliðun á vöru og/eða þjónustu, magn, eining og einingarverð ásamt öðrum lögbundum upplýsingum á reikningi.
Einnig þarf að gera ráð fyrir viðbótarupplýsingum sbr. eftirtaldar tilvísanir:
- Númer kostnaðarstaðar / deildar (ef uppgefið af kaupanda)
- Númer á undirritaðri beiðni (ef framvísað af kaupanda)
- Verknúmer og verkbeiðni vegna framkvæmda (ef uppgefið af kaupanda)
- Nafn eða kennitala þess sem pantar (ef uppgefið af kaupanda)
Verð seljanda skal innifela allan kostnað sem fellur til. Ekki skulu koma fram á reikningi gjöld sem ekki tengjast seldri vöru eða þjónustu, s.s. seðil- eða þjónustugjöld.
Óskað er eftir að viðbótar upplýsingar, s.s. beiðnir, tíma- og verkskýrslur og önnur mikilvæg gögn séu send sem viðhengi á pdf formi með rafrænum reikningum.
Algengast er að stofnanir Ísafjarðarbæjar séu í reikningsviðskiptum við sína birgja en þetta fer þó eftir umfangi viðskipta, verkferlum og viðskiptakerfum aðila. Æskilegt er að hver stofnun sé með sitt viðskiptanúmer í sölukerfi birgja og mælst er til að í burðarlagi í stofnspjaldi viðskiptavinar, sé sett GLN kennitala viðkomandi stofnunar.
Með réttri uppsetningu og notkun á GLN kennitölum er tryggð sjálfvirk og rétt bókun og afgreiðsla reikninga.
Leiðbeiningar fyrir sendingu rafrænna reikninga í gegnum móttökuvef InExchange
Leiðbeiningar að móttökuvef Inexchange fyrir birgja Ísafjarðarbæjar
Hvers vegna að senda reikning með rafrænni skeytamiðlun
Innheimta með rafrænum reikningi er bæði þægileg og hraðvirk. Auk þess er rafrænn reikningur öruggasta leiðin við innheimtu. Hætta á vanskilum dregst saman því að reikningurinn fer beint í kerfi Ísafjarðarbæjar. Það kostar ekkert að byrja að nota móttökuvef Ísafjarðarbæjar hjá InExchange og hægt er að senda allt að 100 reikninga á ári ókeypis í gegnum vefviðmót skeytamiðlarans.
Innskráning á móttökuvef Ísafjarðarbæjar
Smellið á hlekkinn HÉR og nýskráið ykkur hjá InExchange. Þar með hafið þið stofnað aðgang til að geta sent rafrænan reikning til Ísafjarðarbæjar og annarra fyrirtækja sem eru á lista inexchange yfir móttakendur reikninga.
Upplýsingar um fyrirtækið
Innskráningaraðili getur verið með fleiri en eitt fyrirtæki inn á aðganginum en fyrirtækjum er bætt við undir Minn aðgangur. Undir minn aðgangur en jafnframt nauðsynlegt að klára setja inn upplýsingar um fyrirtækið sem sendir reikninginn til að allar nauðsynlegar upplýsingar séu með reikningnum til skráningar í lánardrottnabókhald Ísafjarðarbæjar og til að greiðsla skili sér. Nauðsynlegt er að setja inn upplýsingar um kennitölu, heimilisfang, símanúmer og vsk-númer ef það er til staðar. Jafnframt eru þarna upplýsingar fyrir greiðslumáta.
Einnig er mikilvægt að velja á milli þess hvort reikningsnúmer reiknings eigi að vera „sjálfvirk númeraröð“ eða „handvirk númeraröð“. Móttökuvefur Ísafjarðarbæjar er viðurkenndur af skattayfirvöldum og er bæði hægt að nota vefinn sem utanumhald um tekjuskráningu fyrir aðila sem ekki hafa bókhaldskerfi en einnig er hægt að nota hann sem skilasíðu fyrir reikninga sem áður hafa verið gefnir út af birgjum. Ef senda á reikning sem áður hefur verið gefinn út þá er valin handvirk skráningarröð í staðin fyrir sjálfvirka og þá er sett inn reikningsnúmerið sem er á áður útgefnum reikningi í reitinn fyrir „reikningur nr.“ þegar reikningur er skráður á móttökuvefinn.
ATH: Fyrirtæki sem eru með sín eigin bókhaldskerfi, best er fyrir þau að velja handvirka númeraröð og slá inn sama reikningsnúmer á hvern reikning eins og kemur fram í ykkar bókhaldskerfi og láta svo upprunalega reikninginn úr ykkar bókhaldskerfi fylgja með sem viðhengi.
Senda reikning
Veljið Búa til reikning og þá birtist eftirfarandi skjámynd:
Fylla þarf í eftirfarandi reiti:
Viðskiptamaður: Nafn viðskiptamanns sett inn, valið eða stofnað.
Stofna nýjan viðskiptamann: Þetta gerist aðeins í fyrsta sinn sem reikningur er skráður á nýjan viðskiptamann. Þarna er viðeigandi upplýsingum bætt við, t.d. heimilisfangi undir greiðslustaður og vsk númer undir viðskiptamannaupplýsingar. Undir Afhendingarstaður er hægt að stofna þær deildir (bæta við heimilisfangi) vegna þeirra stofnana sem viðskipti eru höfð við.
Sendingarmáti skal vera eReikningur
Þegar búið er að stofna deildirnar og velja viðskiptamanninn á reikninginn er afhendingarstaðurinn valinn fyrir reikninginn.
- Dags. reiknings: Dagsetning reiknings valin ef hún er önnur en skráningardagur t.d. síðasti dagur mánaðar. Dagsetning reiknings ætti alltaf að vera dags. þess dags eða mánaðar sem vinnan/þjónustan/varan var unnin/veitt/afhent.
- Gjalddagi: Gjalddagi reiknings valinn, lágmark 2 vikum eftir skráningu.
- Bókunarupplýsingar: Deildarnúmer þeirrar stofnunar sem verslað er við sett inn, sjá lista hér fyrir neðan. Í sýnidæminu væri það 04120.
- Þín tilvísun/þitt pöntunarnr.: Tilvísun í fastanúmer/verknúmer/viðburð/samning/nr. reiknings úr bókhaldskerfi, ef viðeigandi (þarf ekki).
- Vörunúmer: Hér er mjög mikilvægt að hver vara/þjónusta hafi einkvæmt númer sem alltaf verður notað fyrir viðkomandi vöru/þjónustu. Vörunúmerið getur verið texti eða númer eða blanda af báðu. Athugið að setja magn, einingaverð og velja viðeigandi vsk-flokk ef við á, annars er ekkert sett í vsk-hlutann ef þjónusta/vara er án vsk.
- Athugasemd á reikningi: Frekari lýsing sem skýrir t.d. umbeðið af hverjum, vegna hvers, hvað, hvenær? Sem dæmi:
- Leiga í október á Dúfnahóli
- Tónlistaratriði X á 17. júní hátíð
- Umbeðið af AA sviðsstjóra vegna starfsafmælis HH
- Styrkur vegna 100 ára afmælishátíðar samþykktur á 950. fundi bæjarráðs
- Viðhengi: Hægt er að hengja við pdf skjöl t.d. frumrit reiknings úr bókhaldskerfi, frekari sundurliðun á vöru/þjónustu, tímaskýrslur eða önnur gögn sem nauðsynleg eru, ef við á, til að reikningur sé afgreiddur.
- Passa þarf að reikningurinn er skráður sem eReikningur en ekki sem pdf, sjá á myndinni þar sem stendur eReikningar. Ef það stendur pdf þegar þið eruð að gera reikninginn ykkar þá einfaldlega smellið þið á pdf og þá opnast valmöguleikinn að breyta yfir í eReikning.
Hægt er að forskoða reikninginn áður en haldið er í næsta skref eða vista drög ef frekari upplýsingar vantar áður en reikningur er sendur.
Síðan er valið halda áfram, í næsta skrefi er valið vinna reikninga og er þá reikningur sendur til viðtakanda.
Velja/stofna viðeigandi VSK prósentu
Til að stilla réttan VSK þarf að smella á örina sem er fyrir aftan prósentu töluna.
Þegar það er smellt á hana opnast þessi gluggi:
Það er sjálfkrafa 24% VSK í þessari töflu en til að bæta við 0% og 11%, er hægt að smella á „Bæta við / Breyta“
Opnast þessi gluggi:
Í „Nafn“ reitina er skrifað hver prósentan er líkt og á myndinni.
En í „VSK gildi%“ reitinn er fyllt inn í reitinn líkt og sést á myndinni, 24% eru skrifuð sem 24,00 og 11% sem 11,00 og svo framvegis.
Þegar velja á VSK prósentu er smellt á örina við hliðina á VSK prósentunni á reikningnum og valið úr glugganum þá prósentu sem við á.
Afrita reikning síðustu viku/mánaðar/árs
Í þeim tilvikum sem sama vara/þjónusta er veitt reglubundið s.s. leiga, þá er hægt að fara í sendir reikningar, síðasti reglubundinn reikningur valinn, og valið afrit. Þá afritast reikningurinn í nýjan reikning og ný bókunardagsetning valin og aðrar upplýsingar uppfærðar ef þarf.
Yfirlit yfir deildir og GLN kennitölur
Samantekt yfir GLN kennitölur stofnana Ísafjarðarbæjar í töflureikni.
Kóti |
Heiti |
02020 | Velferðarsvið, skrifstofa |
02110 | Fjárhagsaðstoð |
02150 | Stuðningsþjónusta |
02310 | Barnavernd, skrifstofa |
02330 | Kostnaður vegna fósturs utan heimilis |
02340 | Kostnaður vegna úrræða á heimili (tilsjón) |
02350 | Kostnaður vegna úrræða utan heimilis |
02410 | Vinnustofa aldraðra, Ísafirði |
02420 | Félagsstarf aldraðra Flateyri |
02430 | Félagsstarf aldraðra, Þingeyri |
02441 | Matarþjónusta aldraðra |
02460 | Dagdeild aldraðra, Ísafirði |
02470 | Dagdeild aldraðra, Suðureyri |
02510 | Mál.fatlaðra, sameiginlegt |
02521 | Frístundaþjónusta |
02540 | Ferðaþjónusta fatlaðra |
02550 | Stoðþjónusta |
02561 | Búseta Fjarðarstræti |
02562 | Búseta Sindragötu |
02563 | Búseta Pollgata |
02570 | Skammtímavistun |
02580 | Hvesta |
02610 | Áfengis- og vímuefnavarnir |
02740 | Orlofssjóður húsmæðra |
02890 | Ýmsir styrkir |
03000 | Heilbrigðismál |
03221 | Heilbrigðiseftirlit |
04000 | Fræðslumál |
04020 | Skólaskrifstofa |
04100 | Leikskólar, sameiginlegt |
04120 | Sólborg |
04160 | Grænigarður, Flateyri |
04180 | Laufás, Þingeyri |
04190 | Tjarnarbær, Suðureyri |
04200 | Sameiginlegir liðir |
04210 | Grunnskólinn á Ísafirði |
04220 | Dægradvöl, heilsdagsskóli |
04230 | Mötuneyti Grsk. á Ísafirði |
04260 | Grunnskóli Önundarfjarðar |
04280 | Grunnskólinn á Þingeyri |
04290 | Grunnskólinn á Suðureyri |
05000 | Menningarmál |
05210 | Safnahúsið |
05410 | Neðstikaupstaður, sameiginlegt |
05420 | Faktorshús |
05430 | Krambúð |
05440 | Turnhús |
05450 | Tjöruhús |
05520 | Útilistaverk |
05540 | Bæjarlistamaður |
05550 | Leikhús |
05620 | Félagsheimili Hnífsdal |
05660 | Félagsheimili Flateyri |
05680 | Félagsheimili Þingeyri |
05690 | Félagsheimili Suðureyri |
05720 | Aðrar hátíðir |
05890 | Ýmsir styrkir |
06000 | Æskulýðs- og íþróttamál |
06100 | Opnir leikvellir |
06270 | Vinnuskóli |
06310 | Félagsmiðstöðin Djúpið Ísafirði |
06510 | Íþróttahúsið Torfnesi |
06550 | Sundhöll Ísafjarðar |
06560 | Íþróttamiðstöð Flateyri |
06580 | Íþróttamiðstöð Þingeyri |
06590 | Íþróttamiðstöð Suðureyri |
06650 | Skíðasvæði |
06720 | Íþróttahátíðir |
06810 | Almenn félagasamtök |
06890 | Aðrir styrkir |
07000 | Brunamál og almannavarnir |
07210 | Slökkvilið |
07220 | Sjúkraflutningar |
07240 | Öryggisþjónusta |
07250 | Slökkvitækjaþjónusta |
07410 | Almannavarnir |
07420 | Náttúruhamfarir |
08000 | Hreinlætismál |
08110 | Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða |
08230 | Eyðing sorps, Funi |
08510 | Meindýraeyðing |
08570 | Dýraeftirlit |
09000 | Skipulags- og byggingarmál |
09010 | Tæknideild |
09210 | Skipulagsfulltrúi |
09220 | Aðalskipulag |
09230 | Deiliskipulag |
09510 | Byggingarfulltrúi |
10000 | Umferðar- og öryggismál |
10310 | Viðhald gatna |
10530 | Umferðarmerking |
10560 | Götunöfn og húsnúmer |
10590 | Götulýsing |
10610 | Snjómokstur |
10620 | Hálkuvarnir |
10630 | Vetrarsamgöngur |
10710 | Almenningssamgöngur |
11000 | Umhverfismál |
11210 | Skrúður |
11220 | Almenningsgarðar |
11410 | Opin svæði |
11510 | Umhirða gatna |
11520 | Lóðahreinsun |
11610 | Skreytingar jól, aðrar hátíðir |
11710 | Minka- og refaeyðing |
11890 | Ýmsir styrkir |
13000 | Atvinnumál |
13090 | Atvinnumál, almenn |
13220 | Fjallskil |
13240 | Fjárgirðingar |
13250 | Fjárréttir |
13620 | Tjaldsvæði |
13640 | Almenningssalerni |
13800 | Styrkir, framlög til ferðamála |
13890 | Ýmsir styrkir |
21000 | Sameiginlegur kostnaður |
21110 | Sveitarstjórnarkosningar |
21150 | Alþingiskosningar, aðrar kosningar |
21400 | Bæjarskrifstofur |
21420 | Upplýsingakerfi |
21510 | Risna, móttökur og kynningarmál |
31000 | Eignasjóður, rekstur |
33210 | Áhaldahús Ísafirði |
41000 | Hafnarsjóður, rekstur |
43000 | Vatnsveita, rekstur |
53000 | Þjónustuíbúðir Hlíf, rekstur |
55000 | Eyri hjúkrunarheimili, rekstur |
57000 | Fasteignir Ísafjarðarbæjar |
61000 | Fráveita, rekstur |
67000 | Byggðasafn Vestfjarða, rekstur |
Ekki er hægt að taka á móti reikningum í tölvupósti. Lánadrottnar geta þó sent hreyfingaryfirlit á bokhald@isafjordur.is.
Hvers vegna ekki PDF? Sveitarfélagið fær yfir 2000 reikninga á mánuði og mikil hagræðing næst af því að láta tölvur vinna úr skeytum við móttöku. Reikningar á PDF-formi eru ekki tölvulesanlegir og skapa því ekki slíkt tækifæri til hagræðingar og eru því ekki heimilir í viðskiptum við sveitarfélagið. Árið 2013 var samþykkt reglugerð nr. 505 sem skýrir ýmis lagaleg atriði varðandi meðhöndlun rafrænna skjala í viðskiptum, eins og hvað er rafrænn reikningur, hlutverk skeytamiðlara, kröfur til bókhaldskerfa og fleira. Í janúar 2019 var reglugerð nr. 44 samþykkt sem skyldar sveitarfélög til að taka við reikningum á rafrænu formi. Í þessari reglugerð er rafrænn reikningur skilgreindur sem reikningur sem hefur verið gefinn út, sendur og móttekinn á skipulega uppsettu, rafrænu sniði sem gefur kost á sjálfvirkri og rafrænni meðferð. PDF-skjöl eru ekki tölvulesanleg og skapa ekki tækifæri til að auka sjálfvirkni. PDF-skjal sem er sent í venjulegum tölvupósti uppfyllir heldur ekki kröfur bókhaldslaga eða reglugerðar frá 2013 þar sem gerð er krafa um áreiðanleika og rekjanleika reikninga. Reglugerðin útlistar hvernig þessum kröfum má mæta í viðskiptakerfum og skeytamiðlun með gagnadagbók, en hún segir ekkert um hvernig eigi að uppfylla þessar kröfur fyrir PDF-skjöl sem send eru með tölvupósti. Vandinn er að PDF-skjal í tölvupósti uppfyllir ekki þessar kröfur nema frekari aðgerðir komi til. Nýleg dæmi sanna hvernig óprúttnir aðilar geta komist í póstsendingar milli viðskiptaaðila og breytt innihaldi skeytanna. Einnig er rétt að benda á, að reglugerð um rafræna reikninga frá 2013 segir að móttakandi skeyta ákveði form og gagnaflutningsleið sem hann tekur við og sendandi má ekki senda annað form eða eftir annarri leið en móttakandi hefur tilgreint. Reikningar á XML formi sem miðlað er í gegnum skeytamiðlara uppfylla þessa kröfu. |