Fasteignagjöld 2024

Útsvarsprósenta árið 2024 er 14,97%

Álagning fasteignagjalda

Fjármálasvið Ísafjarðarbæjar sér um álagningu fasteignagjalda og hefur einnig umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu. Fasteignagjöld skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, vatnsgjald, holræsisgjald og gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs. Fasteignaskattur reiknast sem hlutfall af fasteignamati miðað við skráða notkun fasteignar.

Fasteignamat

Álagning fasteignagjalda byggist á fasteignamati húsa og lóða í Ísafjarðarbæ. Fasteignamat er framkvæmt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samkvæmt V. kafla laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og tekur bæði til húss og lóðar. Því er fasteignamati skipt í húsmat og lóðarmat. Skráð matsverð allra fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert og er það gert aðgengilegt frá og með 1. júní. Skal það verð talið fasteignamatsverð frá og með 31. desember þess árs til jafnlengdar næsta árs nema sérstök matsgerð komi til. Frestur eiganda til athugasemda skal vera mánuður frá tilkynningu ákvörðunar. Hægt er að skoða bæði gildandi og fyrirhugað fasteignamat eigna á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar er einnig hægt að sækja um endurmat.

Skráning fasteignar

Fasteignir, hluta fasteigna og einstök mannvirki skal samkvæmt lögum skrá í fasteignaskrá. Óska skal eftir breytingum á skráðri notkun fasteignar til byggingarfulltrúa, á netfanginu bygg@isafjordur.is. Breytt skráning felur ekki í sér tilkomu nýrra fasteigna heldur aðeins uppfærslu á skráðum eigindum. 

Fasteignaskattur

Sveitarfélögum er skylt að leggja á fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári samkvæmt fasteignaskrá. Fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðamótum eftir að þau eru skráð og metin í fasteignaskrá, nema þær séu sérstaklega undanþegnar fasteignaskatti með lögum. Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í fasteignaskrá.

Álagningarreglur

Fasteignagjöld eru reiknuð út frá fasteignamati sem hér segir:

Gjöld

Íbúðarhúsnæði

Aðrar fasteignir

Fasteignaskattur

0,54% af hús- og lóðarmati

1,65% af hús- og lóðarmati

Lóðarleiga

1,50% af lóðarmati

3,00% af lóðarmati

Vatnsgjald — fast

1.500 kr.

20.477 kr.

Vatnsgjald á fermetra

18,3 kr.

128,3 kr.

Holræsagjald — fast

8.000 kr.

8.000 kr.

Holræsagjald á fermetra

265 kr.

265 kr.

Rotþróargjald

15.050 kr.

15.050 kr.

Gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs eru innheimt með fasteignagjöldum og skiptist í fast gjald vegna reksturs grenndar- og söfnunarstöðva og breytilegt gjald eftir því hvaða sorpílát eru við húsnæðið. Við einbýlishús er algengast að vera með tvær tunnur, eina fyrir almennt sorp og lífúrgang, aðra fyrir pappa og plast. Sorpgjald fyrir slíka samsetningu eru samtals 79.000 kr. 

Þann 1. september hækkar verðið fyrir ílát sem eru meira en 10 metra frá hirðubíl, svo kallað skrefagjald.

Söfnun, förgun, móttaka og flokkun sorps

   

Sorpgjöld á heimili – fast gjald

Árgjald

Rekstur grenndar- og söfnunarstöðva og annar fastur kostnaður

36.200 kr.

Rekstur grenndar- og söfnunarstöðva og annar fastur kostnaður sumarhús/takmörkuð ívera

18.100 kr.

Gjöld vegna sorpíláta

Ílát sem eru ≤ 10 m frá hirðubíl

Ílát sem eru > 10 m frá hirðubíl*

Sorpílát með innra hólfi

Blandaður úrgangur með innra hólfi fyrir lífrænan úrgang, 240 l

25.700 kr.

38.550 kr.

Pappír með innra hólfi fyrir plast, 240 l

17.100 kr.

26.650 kr.

Sorpílát fyrir blandaðan úrgang

Blandaður úrgangur, 120 l

23.400 kr.

35.100 kr.

Blandaður úrgangur, 240 l

33.500 kr.

50.250 kr.

Blandaður úrgangur, 660 l

92.000 kr.

138.000 kr.

Blandaður úrgangur, 1.100 l

153.200 kr.

229.800 kr.

Sorpílát fyrir lífúrgang

Lífúrgangur, 120 l

12.900 kr.

19.350 kr.

Lífúrgangur, 240 l

25.700 kr.

38.550 kr.

Sorpílát fyrir pappír

Pappír, 120 l

12.000 kr.

18.000 kr.

Pappír, 240 l

17.100 kr.

25.650 kr.

Pappír, 660 l

47.200 kr.

70.800 kr.

Pappír, 1.100 l

78.600 kr.

117.900 kr.

Sorpílát fyrir plast

Plast, 120 l

12.000 kr.

18.000 kr.

Plast, 240 l

17.100 kr.

25.650 kr.

Önnur gjöld

Kostnaður vegna breytinga á ílátum

4.000 kr.

Endurnýjunargjald tunnu 240 l með flutningi á staðfang

Samkvæmt gjaldskrá verktaka

Auka hirðing

7.300 kr.

Spurningum og athugasemdum um sorpgjöld má beina á sorphirda@isafjordur.is

Gjalddagar og greiðslutilhögun

Gjalddagar eru tólf á árinu. Fyrsti gjalddagi er 15. janúar, síðan 15. hvers mánaðar (febrúar-desember). Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Fasteignagjöld, kr. 45.000,- og lægri, eru innheimt með einum gjalddaga 15. apríl. Ekki eru gefnir út greiðsluseðlar þegar álagningin er undir kr. 400,-. Fasteignaskattar, lóðarleiga fyrir íbúðarhúsalóðir og sorphirðugjöld eru tryggð með lögveði í fasteigninni. Innheimtuviðvörun er send út eftir eindaga þar sem gjaldendum er gefinn kostur á að greiða kröfu svo komist verði hjá milli- og löginnheimtu gjalda.

Séu eigendur fasteignar fleiri en einn bera þeir sameiginlega ábyrgð á greiðslu gjaldanna og verða sjálfir að annast skiptingu þeirra.

Álagningarseðill fasteignagjalda verður ekki sendur út á pappírsformi, en greiðendur geta flett honum upp á minarsidur.island.is og í þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.

Greiðsluseðlar á pappírsformi verða þó sendir til íbúa fæddra 1946 og fyrr. Þá er hægt að óska eftir því að fá álagningar- og greiðsluseðla senda með því að senda tölvupóst á innheimta@isafjordur.is eða hringja í síma 450 8000.

Reglur um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega

Elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi vegna íbúða þeirra til eigin nota. Afslátturinn er að hámarki 100.000 kr. og er tekjutengdur. Forsendur eru sóttar í gegnum vefþjónustu RSK og byggist á tekjum þar síðasta árs. Ekki þarf að sækja um afsláttinn sérstaklega enda er hann tilgreindur á álagningarseðli hjá þeim sem falla undir reglurnar.

Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk:

Einstaklingur

Hjón/sambúðarfólk

Frá kr.

Til kr.

Afsláttur

Frá kr.

Til kr.

Afsláttur

0

4.402.000

100%

0

6.877.000

100%

4.402.001

4.929.000

80%

6.877.001

7.704.000

80%

4.929.001

5.521.000

60%

7.704.001

8.628.000

60%

5.521.001

6.184.000

40%

8.628.001

9.663.000

40%

6.184.001

6.926.000

20%

9.663.001

10.823.000

20%

Við fráfall maka ellilífeyrisþega, gildir niðurfelling fasteignaskatts og holræsagjalds ári eftir að andlát átti sér stað, að hámarki 100.000 kr. Sótt er um afsláttinn í þjónustugátt Ísafjarðarbæjar. Íbúar sem ekki hafa tök á að fylla út rafræna umsókn geta haft samband við velferðarsvið Ísafjarðarbæjar í síma 450 8000 til að fá aðstoð. 

Reglur um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja 2024

Umsókn um lækkun fasteignaskatts fyrir elli- og örorkulífeyrisþega eða vegna andláts maka

Reglur um styrkveitingar til félaga- og félagasamtaka

Félög og félagasamtök, sem eru fasteignaeigendur í Ísafjarðarbæ, og í húsnæðinu fer eingöngu fram starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarstarfsemi og mannúðarstörf eiga þess kost að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts af viðkomandi fasteign.

Skilyrði styrkveitingar til félaga- og félagssamtaka er að húsnæðið sé nýtt til menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarstarfsemi og mannúðarstarfa og styrkur einungis veittur til greiðslu fasteignaskatts og holræsagjalds. Hámarksstyrkur til hvers félags er kr. 130.000,-. Ekki er veittur styrkur til greiðslu þjónustugjalda, svo sem lóðarleigu, vatnsgjalds og gjalda vegna meðhöndlunar úrgangs. Umsóknir skulu berast í síðasta lagi 28. febrúar á gjaldaári.

Umsókn um styrkveitingu til félaga- og félagssamtaka

Kvartanir og kærur

Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu. Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá álagningu.

Hafi húsráðandi fram að færa kvörtun vegna sorphirðu, skal hann koma slíkri kvörtun á framfæri til verktaka. Telji húsráðandi sig ekki hafa fengið fullnægjandi úrlausn þá getur hann skotið málinu til Ísafjarðarbæjar eða Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, sbr. 10. gr. samþykktar um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

Álagning fasteignagjalda er gerð samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með áorðnum breytingum ásamt reglugerð nr. 1160/2005 um fasteignaskatt.

Um holræsisgjöld gilda lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og samþykkt gjaldskrá fyrir fráveitugjald í Ísafjarðarbæ.

Um vatnsgjöld gilda vatnalög nr. 15/1923 og samþykkt gjaldskrá fyrir vatnsgjald, notkunargjald, mælaleigu og heimæðargjald í Ísafjarðarbæ.

Um sorpgjöld og sorphirðu gilda lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

Umsóknarfrestur um afslætti er 28. febrúar á gjaldaári.

Kærufrestur á álagningu er til 28. febrúar á gjaldaári.

Vinsamlegast hafið samband við bæjarskrifstofurnar í síma 450 8000 eða sendið tölvupóst á fasteignagjold@isafjordur.is ef óskað er frekari upplýsinga. Vegna mikils álags á innheimtufulltrua er símatími vegna fasteignagjalda milli kl.10-12 alla virka daga, utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð sem verða send á innheimtufulltrúa.