Viðtalstímar starfsfólks
Skrifstofur Ísafjarðarbæjar eru í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Opið er alla virka daga kl. 10:00-12:00 og 12:30-15:00.
Rafrænar tímabókanir
Opið er fyrir rafrænar tímabókanir á viðtalstímum hjá starfsfólki velferðarsviðs og umhverfis- og eignasviðs. Þannig geta íbúar sjálfir fundið hentugan viðtalstíma milliliðalaust. Einnig er hægt að bóka tíma í gegnum síma 450 8000 fyrir þau sem það kjósa.
Bókunarvefur umhverfis- og eignasviðs
Skóla- og tómstundasvið
Skóla- og tómstundasvið Ísafjarðarbæjar er til húsa á fjórðu hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.
Skóla- og tómstundasvið Ísafjarðarbæjar nær yfir málaflokkana fræðslumál og íþrótta- og tómstundamál. Undir sviðið heyra t.d. allir leik- og grunnskólar bæjarins, íþróttamannvirki og dagforeldrar.
Sviðsstjóri er Hafdís Gunnarsdóttir, skóla- og sérkennslufulltrúi er Guðrún Birgisdóttir og íþrótta- og tómstundafulltrúi er .
Stjórnsýslu- og fjármálasvið
Bæjarskrifstofa og stjórnsýslu- og fjármálasvið Ísafjarðarbæjar eru á annarri hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Þar er opið 10:00-12:00 og 12:30-15:00 alla virka daga.
Eftirfarandi þjónusta er á bæjarskrifstofu:
- Almenn afgreiðsla
- Bókhald
- Bæjarritari
- Bæjarstjóri
- Fjármálastjóri
- Launadeild
- Mannauðsstjóri
- Skjalastjóri
- Upplýsingafulltrúi
- Útgáfa reikninga og innheimta
Reikningsyfirlit og hreyfingalista má senda á bokhald@isafjordur.is.
Launadeild tekur við erindum í gegnum laun@isafjordur.is.
Spurningar og ábendingar varðandi innheimtu, s.s. álagningarseðla fasteignagjalda og aðra reikninga frá Ísafjarðarbæ má senda á innheimta@isafjordur.is.
Yfirlit yfir reikninga, álagningarseðla fasteignagjalda og aðrar gagnlegar viðskiptaupplýsingar frá sveitarfélaginu má finna inni á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.
Hægt er að senda Ísafjarðarbæ reikninga í gegnum rafræna skeytamiðlara eða með frumriti á pappír.
Stjórnsýslu- og fjármálasvið fer með umsýslu fyrir bæjarstjórn, bæjarráð og aðrar nefndir bæjarfélagsins. Sviðið heldur auk þess utan um þjónustu við íbúa, starfsmenn, viðskiptavini, bæjarfulltrúa og aðra kjörna fulltrúa í nefndum og ráðum Ísafjarðarbæjar.
Sviðsstjóri er Bryndís Ósk Jónsdóttir.
Velferðarsvið
Viðtalstímar eru í boði hjá starfsfólki velferðarsviðs alla virka daga milli kl. 13:00 og 15:00. Hægt er að bóka bæði stað- og fjarfund í gegnum bókunarvefinn og hægt að velja viðkomandi starfsmann eftir því hvert erindið er.
Nánar má lesa um þjónustu velferðarsviðs með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:
Umhverfis- og eignasvið
Viðtalstímar eru í boði hjá starfsfólki umhverfis- og eignasviðs alla virka daga milli kl. 13:00 og 15:00. Tímabókanir hjá starfsfólki sviðsins tryggja að hægt sé að veita þá þjónustu sem óskað er eftir á sem sneggstan hátt, því þannig getur starfsfólk undirbúið fundinn og fundið til öll viðeigandi gögn.
Eins og á velferðarsviði er hægt að bóka bæði stað- og fjarfund í gegnum bókunarvefinn og hægt að velja viðkomandi starfsmann eftir því hvert erindið er.
Nánar má lesa um þjónustu umhverfis- og eignasviðs með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan: