Bæjarstjóri

baejarstjori.jpg

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er Arna Lára Jónsdóttir.

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, hann hefur með höndum málefni þess og framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar nema annað sé ákveðið. Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsliðs sveitarfélagsins,  prókúruhafi bæjarsjóðs og undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna, lántökur og aðrar skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnarinnar þarf til. Bæjarstjóri undirbýr fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, semur dagskrá og boðar til fundar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar. Hann á sæti á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs með málfrelsi og tillögurétt og seturétt í öðrum nefndum sveitarfélagsins með málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt nema hann sé einnig kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn og viðkomandi ráði.

Bæjarritari er staðgengill bæjarstjóra í forföllum hans.

Skrifstofa bæjarstjóra er á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. 
Sími: 450 8000