Bæjarstjóri

20250110-_dsc0873.jpg

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Sigríður er með meistaragráðu í skógfræði frá lífvísindaháskólann að Ási í Noregi og B.S.-gráðu í landnýtingu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Áður en hún tók við stöðu bæjarstjóra var Sigríður skólastjóri Lýðskólans á Flateyri og þar áður starfaði hún um árabil sem sviðsstjóri hjá Skógræktinni.

Sigríður býr á Suðureyri og er gift Steinþóri Bjarna Kristjánssyni. Hún á tvo syni og fjögur stjúpbörn.

Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. Hann sér um daglegan rekstur þess og framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar, nema annað sé ákveðið.

Bæjarstjóri er prókúruhafi bæjarsjóðs og undirritar skjöl um fasteignaviðskipti, lántökur og aðrar skuldbindingar sem þurfa samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarritari er staðgengill bæjarstjóra í forföllum hans.

Skrifstofa bæjarstjóra er á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. 
Sími: 450 8000