Grenndargámar og móttökustöðvar

Grenndargámar

Grenndargámar fyrir gler, málma og textíl eru staðsettir á eftirfarandi stöðum:

Nánar um grenndargáma.

Í byrjun hvers sumars er gámum fyrir garðúrgang komið fyrir í Hnífsdal og á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Móttökustöð og söfnunarstöðvar

Móttökustöðin Funi
Móttökustöðin Funi í Engidal er opin alla virka daga kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum kl. 12-16.

Þar er tekið á móti öllum úrgangi sem ekki er hægt að flokka við heimili eða í grenndargáma, svo sem:

  • Dekk
  • Málmar
  • Öll raftæki, útvörp, tölvur, heimilistæki o.s.frv.
  • Ljósaseríur
  • Endurvinnsluefni (flokkað) , s.s. pappi og plastumbúðir
  • Óvirkur úrgangur
  • Flísar
  • Brotajárn
  • Múrbrot
  • Gler
  • Úrelt ökutæki
  • Uppmokstur
  • Garðaúrgangur
  • Flúorperur og sparperur
  • Bílarafgeymar
  • Kvikasilfur
  • Lakk og málning
  • Olía
  • Rafhlöður
  • Skordýraeitur
  • Sýrur og basar
  • Terpentína
  • Úðabrúsar
  • Þynnir

 

Söfnunarstöðvar

Íbúar á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri geta losað sig við umframmagn heimilissorps auk eðlilegs magns úrgangs frá tiltekt á söfnunarstöðvum eftir tímatöflu hér að neðan. Gjaldskylt er vegna framkvæmda, s.s. gler, múrbrot án járnabindingar og jarðvegur. Gámabílar koma á söfnunarstöðvarnar á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri samkvæmt eftirfarandi áætlun:

Gámabíll Flateyri
Þriðjudagur 15-16
Fimmtudagur 15-16 frá 1. júní til 31. ágúst
Laugardagur 13-14

Gámabíll Suðureyri
Þriðjudagur 16:30-17:30
Fimmtudagur 16:30-17:30 frá 1. júní til 31. ágúst
Laugardagur 14:30-15:30

Gámabíll Þingeyri
Þriðjudagur 13-14
Fimmtudagur 13-14 frá 1. júní til 31. ágúst
Laugardagur 11-12