Ísafjörður: Lokað fyrir vatn á Eyrinni 19. júlí 2024
18.07.2024
Fréttir
Vegna viðgerðar þarf að loka fyrir vatn í nokkrum götum á Eyrinni á Ísafirði, n.t.t. Brunngötu, Smiðjugötu, Tangagötu og Þvergötu, föstudaginn 19. júlí 2024, kl. 10. Viðgerð stendur yfir í rúmlega klukkutíma.
SMS hefur verið sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.