Bæjarráð: Ótækt að sveitarfélög borgi brúsann
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lýst vonbrigðum með úrskurð í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs, þar sem ríkinu var gert að greiða 3,37 milljarða í skaðabætur til Reykjavíkurborgar. Málinu verður áfrýjað en standi niðurstaðan óbreytt mun Jöfnunarsjóður þurfa að lækka framlög til sveitarfélaga næstu árin til að jafna stöðu sjóðsins.
Í bókun bæjarráðs um málið kemur fram að það sé ótækt að sveitarfélög séu látin borga brúsann vegna málsins.
17.01.2024
Fréttir
Lesa fréttina Bæjarráð: Ótækt að sveitarfélög borgi brúsann