Farsæld barna
Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Markmiðið með lögunum er að einfalda aðgengi barna og foreldra að nauðsynlegri þjónustu og að kerfin vinni meira saman. Jafnframt að draga úr og fækka alvarlegri málum. Þannig verða hindranirnar færri og þjónustuþegar þurfa ekki að fara á milli margra stofnanna til að fá þjónustu.
Lögin krefjast aukins samráðs skóla, velferðar- og heilbrigðisstofnana, ávallt með hagsmuni barna að leiðarljósi. Þannig er hægt að bregðast fyrr við þegar barn er í erfiðum aðstæðum og þarf stuðning.
Ábyrgðaraðilar samkvæmt lögum þessum skulu:
- Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu.
- Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur.
- Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra.
Í lögunum er kveðið á um stigskiptingu á þjónustu; fyrsta, annað og þriðja stig. Fyrsta stigið er aðgengilegt öllum börnum og foreldrum en um er að ræða einstaklingsbundinn snemmtækan stuðning. Á öðru stigi er markvissari einstaklingsþjónusta (t.d. liðveisla) og á þriðja stigi er þjónustan orðin mun sérhæfðari (t.d. þvingunarúrræði á barnaverndarstigi).
Tvær leiðir eru til að sækja um samþættingu þjónustu:
- Óska eftir viðtali við tengilið sem metur í samráði við foreldra/barn þjónustuþörfina og kemur máli í feril.
- Fylla út viðeigandi eyðublað í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.
Tengiliðir
Arna Sæmundsdóttir |
Grunnskólinn á Ísafirði |
Birgitta Björnsdóttir |
Grunnskólinn á Ísafirði |
Berglind Árnadóttir |
|
Kristín S. Ólafsdóttir |
|
Iwona M. Samson |
|
Magnúsína L. Harðardóttir |
|
María Lárusdóttir |
|
Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir |
Grunnskóli Önundarfjarðar |
Erna Höskuldsdóttir |
Grunnskólinn á Þingeyri |
Vilborg Ása Bjarnadóttir |
Grunnskólinn á Suðureyri |
Jónína Símonardóttir |
GÞ, GÖ, GS |
Helga Björk Jóhannsdóttir |
Leikskólinn Sólborg |
Jenný Jensdóttir |
Leikskólinn Sólborg |
Jóna Lind Kristjánsdóttir |
Leikskólinn Tangi |
Ingibjörg Svavarsdóttir |
Leikskólinn Tangi |
Ingibjörg Einarsdóttir |
Leikskólinn Eyrarskjól |
Svana K. Guðbjartsdóttir |
Leikskólinn Eyrarskjól |
Svava Rán Valgeirsdóttir |
Leikskólinn Tjarnarbær |
Inga Jóna Sigurðardóttir |
Leikskólinn Laufás |
Hildur Sólmundsdóttir |
Leikskólinn Grænigarður |
Kristína Greta Bjarnadóttir |
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða |
Aðalbjörg Sigurjónsdóttir |
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða |
Helena Jónsdóttir |
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða |
Erna Sigrún Jónsdóttir |
Menntaskólinn á Ísafirði |
Herdís Alberta Jónsdóttir |
Menntaskólinn á Ísafirði |
Málstjórar |
|
Dagný Sif Snæbjarnardóttir |
Barnavernd, velferðarsvið |
Svala Sif Sigurgeirsdóttir |
Barnavernd, velferðarsvið |
Harpa Stefánsdóttir |
Félagsþjónusta, velferðarsvið |
Þóra Marý Arnórsdóttir |
Fötlunarþjónusta, velferðarsvið |