Tendrun jólaljósa
Jólaljósin eru tendruð á jólatrjám í Ísafjarðarbæ rétt fyrir, eða við upphaf aðventu ár hvert.
Jólatré eru sett upp á Flateyri, Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri og eru ljósin á þeim tendruð tvær helgar í röð, í kringum mánaðarmótin nóvember/desember.
Dagskráin er misjöfn eftir bæjarkjörnum en fastir liðir eru söngur skólabarna og að félagasamtök bjóða upp á eða selja kakó og smákökur eða lummur. Jólasveinar mæta á svæðið með fjöruga söngdagskrá.