17. júní
Ísafjarðarbær stendur fyrir hátíðahöldum við Safnahúsið á Ísafirði á 17. júní.
Fastir liðir í dagskrá eru meðal annars skrúðganga frá Silfurtorgi, hátíðarræða, ávarp fjallkonu, söngur hátíðarkórs og tónlistarflutningur lúðrasveitarinnar. Kómedíuleikhúsið býður upp á leiksýningu fyrir yngstu kynslóðina og andlitsmálun er yfirleitt í boði frá því fyrir hádegi og fram að lokum formlegrar dagskrár.
Körfuknattleiksdeild Vestra aðstoðar við undirbúning og framkvæmd hátíðarhalda og stendur fyrir veitingasölu á hátíðarsvæðinu.