Leiðbeiningar um sorpflokkun ættu að berast inn á hvert heimili í Ísafjarðarbæ á næstu dögum. Markmiðið er að gera enn betur í flokkun úrgangs en hingað til, til að endurvinna sem mest og minnka eins og kostur er það rusl sem þarf að urða, bæði vegna efnahags- og umhverfissjónarmiða.
Nýr sumarviðburðasjóður hjá höfnum Ísafjarðarbæjar
Settur verður á stofn sérststakur sumarviðburðasjóður hafna Ísafjarðarbæjar með það að markmiði að styrkja og bæta bæjarbrag í tengslum við skemmtiferðaskipakomur, með áherslu á að efla menningu og mannlíf.
Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í annan áfanga fyrirstöðugarðs við Norðurtanga
Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í verkið Fyrirstöðugarður við Norðurtanga 2024, annar áfangi.
Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti frá og með 1. mars 2024.
Umhverfisstofnun: Tillaga að starfsleyfi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi Arnarlax ehf. í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða sjókvíaeldi með allt að 10.000 tonna lífmassa á hverjum tíma og ófrjóa laxfiska. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun í síðasta lagi 2. apríl.