Íþróttaskóli Ísafjarðarbæjar
Íþróttaskóli Ísafjarðarbæjar er fyrir börn í 1-4. bekkjum í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Yfirþjálfari: Daniel Badu
Netfang: ithrottaskoli@isafjordur.is
Í skólanum er lögð áhersla á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV. Daniel Badu er yfirþjálfari og sér um skipulagningu ásamt því að sjá um grunnþjálfun og boltaskóla í 1. og 2. bekk auk grunnþjálfunar í 3. og 4. bekk. Hann heldur einnig utan um þjálfun annarra greina í samstarfi við aðildarfélög HSV.
Markmið skólans eru að.
- Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
- Fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
- Börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
- Auka gæði þjálfunar
- Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
- Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu
Upplýsingar um æfingar eru á Sportabler.
Á Ísafirði fara allar æfingar í grunnþjálfun og sundi fram á Austurvegi. Boltaskóli fyrir 1.-2. bekk fer sömuleiðis fram á Austurvegi. Boltaskóli fyrir 3.-4. bekk fer fram á Torfnesi.
Á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri fara æfingar fram í íþróttahúsum á hverjum stað.
Upplýsingar um nauðsynlegan búnað, undirbúning og fleira vegna skíðaæfinga eru á vef Skíðafélags Ísfirðinga.
Börnin geta valið allar greinarnar og eða einstaka grein. Iðkendur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri geta einnig skráð sig á æfingar sem fara fram á Ísafirði.
Stundatafla íþróttaskólans 2024-2025
Íþróttahúsið á Austurvegi
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | |
13:00-13:40 | Grunnþjálfun 1. bekkur strákar |
Grunnþjálfun 3.-4. bekkur strákar |
Grunnþjálfun 3.-4. bekkur stelpur |
Grunnþjálfun 1. bekkur strákar |
|
13:40-14:20 | Grunnþjálfun 1. bekkur stelpur |
Grunnþjálfun 2. bekkur allir |
Boltaskóli 2. bekkur stelpur |
Boltaskóli 2. bekkur stelpur |
Grunnþjálfun 2. bekkur stelpur |
14:30-15:10 | Boltaskóli 2. bekkur strákar |
Grunnþjálfun 1. bekkur stelpur |
Grunnþjálfun 2. bekkur strákar |
Boltaskóli 1. bekkur stelpur |
|
15:10-15:50 | Boltaskóli 2. bekkur stelpur |
Boltaskóli 1. bekkur strákar |
Boltaskóli 1. bekkur strákar |
Boltaskóli 1. bekkur stelpur |
Boltaskóli 2. bekkur strákar |
Sundhöllin á Austurvegi
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | |
13:00-13:40 | 3.-4. bekkur stelpur | 3.-4. bekkur strákar | |||
13:40-14:20 | 2. bekkur stelpur | 1. bekkur stelpur | 1. bekkur strákar | ||
13:50-14:30 | 2. bekkur strákar |
Íþróttahúsið á Torfnesi
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | |
13:15-13:50 | Boltaskóli 3.-4. bekkur stelpur |
Boltaskóli 3.-4. bekkur strákar |
Boltaskóli 3.-4. bekkur allir |