Deiliskipulag
Deiliskipulag nær til afmarkaðs svæðis sem myndar heildstæða einingu. Þetta getur verið hverfi, hverfishluti, götureitur, húsþyrpingar eða jafnvel óbyggt svæði. Eðli málsins samkvæmt eru deiliskipulög mjög misjöfn að stærð. Sum þeirra geta jafnvel náð yfir heilu byggðarkjarnana, meðan önnur hafa verið sérstaklega unnin fyrir staka húsbyggingu.
Ísafjarðarbær nýtir sér skipulagssjá Skipulagsstofnunar þar sem sjá má hvaða deiliskipulög eru í gildi í sveitarfélaginu og hægt er að ná í uppdrætti og greinargerðir með einum smelli.
Í birtingu
Skipulagskynningar og athugasemdir eru birtar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.