Lóða- og byggingarmál

Frá og með 1. janúar 2023 verða eyðublöð tengd byggingum mannvirkja eingöngu aðgengileg í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar. Þar er notast við hugbúnaðarlausnina OneLandRobot sem færir öll samskipti sveitarfélagsins og umsækjanda byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara í rafrænt form.

Lausnin gerir umsækjendum og þeim sem að verki koma einnig kleift að fylgjast með stöðu þess í gegnum gáttina.

Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda póst á bygg@isafjordur.is.