Saga bæjarstjórnar

Fyrsta bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar var kosin eftir sameiningu Þingeyrarhrepps, Mýrahrepps, Mosvallahrepps, Flateyrarhrepps, Suðureyrarhrepps og Ísafjarðarkaupstaðar.

Sameiningin tók gildi þann 1. júní 1996 og kosning bæjarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags fór fram 11. maí sama ár.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 1996-1998

Fyrsta bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar var skipuð 11 bæjarfulltrúum. Í framboði voru listar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Funklistans og sameiginlegur listi Alþýðubandalags, Kvennalista og óháðra. Sjálfstæðisflokkur hlaut fimm bæjarfulltrúa, sameiginlegur listi Alþýðubandalags, Kvennalista og óháðra hlaut tvo, Funklistinn tvo, Alþýðuflokkur einn og Framsóknarflokkur einn. Meirihluta mynduðu Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur.

  • Þorsteinn Jóhannesson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Magnea Guðmundsdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Smári Haraldsson, F-lista Alþýðubandalags, Kvennalista og óháðra
  • Hilmar Magnússson, E-lista Fönklista
  • Sigurður R. Ólafsson, A-lista Alþýðuflokks
  • Kristinn Jón Jónsson, B-lista Framsóknarflokks
  • Jónas Ólafsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Halldór Jónsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, F-lista Alþýðubandalags, Kvennalista og óháðra
  • Kristinn Hermannsson, E-lista Fönklista
  • Kolbrún Halldórsdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 1998-2002

Bæjarfulltrúum fækkaði úr 11 í 9 þegar kosið var í sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ í annað sinn. Í framboði voru listar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Bæjarmálafélags Ísafjarðar. Sjálfstæðisflokkur hlaut fjóra bæjarfulltrúa, Bæjarmálafélag Ísafjarðar fjóra og Framsóknarflokkur einn. Meirihluta mynduðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.

  • Birna Lárusdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Bryndís Friðgeirsdóttir, K-lista Bæjarmálafélags Ísafjarðarbæjar
  • Ragnheiður Hákonardóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Sigurður R. Ólafsson, K-lista Bæjarmálafélags Ísafjarðarbæjar
  • Guðni Geir Jóhannesson, B-lista Framsóknarflokks
  • Hildur Halldórsdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Sæmundur K. Þorvaldsson, K-lista Bæjarmálafélags Ísafjarðarbæjar
  • Pétur H. R. Sigurðsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Lárus G. Valdimarsson, K-lista Bæjarmálafélags Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 2002-2006

Í framboði í kosningunum 2002 voru listar Nýs afls, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Frjálslyndra og óháðra, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Sjálfstæðisflokkur hlaut fjóra bæjarfulltrúa, Framsóknarflokkur tvo, Samfylking þrjá og Frjálslyndir og óháðir einn. Nýtt afl og Vinstrihreyfingin grænt framboð náðu ekki kjörnum fulltrúa. Meirihluta mynduðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.

  • Halldór Halldórsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Lárus G. Valdimarsson, S-lista Samfylkingar
  • Birna Lárusdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Guðni Geir Jóhannesson, B-lista Framsóknarflokks
  • Magnús Reynir Guðmundsson, F-lista Frjálslyndra og óháðra
  • Ragnheiður Hákonardóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Bryndís Friðgeirsdóttir, S-lista Samfylkingar
  • Ingi Þór Ágústsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Svanlaug Guðnadóttir, B-lista Framsóknarflokks

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 2006-2010

Í framboði voru listi Framsóknarflokks, listi Sjálfstæðisflokks og Í-listi, sameiginlegur listi Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingar og Vinstrihreyfngarinnar græns framboðs. Sjálfstæðisflokkur hlaut fjóra bæjarfulltrúa, Framsóknarflokkur einn og Í-listinn fjóra. Meirihluta mynduðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.

  • Halldór Halldórsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Sigurður Pétursson, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Birna Lárusdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Magnús Reynir Guðmundsson, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Guðni Geir Jóhannesson, B-lista Framsóknarflokks
  • Gísli Halldór Halldórsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Arna Lára Jónsdóttir, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Ingi Þór Ágústsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Jóna Benediktsdóttir, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 2010-2014

Í framboði voru þrír listar; B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, Í-listi Samfylkingar, Frjálslyndra, Vinstri grænna og óháðra og K-listi Kammónistalistans. Framsóknarflokkurinn hlaut einn bæjarfulltrúa, Í-listinn fjóra og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra. Meirihluta mynduðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.

  • Eiríkur Finnur Greipsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Sigurður Pétursson, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Gísli Halldór Halldórsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Arna Lára Jónsdóttir, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Albertína Elíasdóttir, B-lista Framsóknarflokks
  • Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Kristján Andri Guðjónsson, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Kristín Hálfdánsdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Jóna Benediktsdóttir, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 2014-2018

Í framboði voru fjórir listar; B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, Í-listinn og Æ-listi Bjartar framtíðar. Í-listinn hlaut fimm bæjarfulltrúa og þar með hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkur hlaut þrjá bæjarfulltrúa og Framsóknarflokkur einn. Björt framtíð náði ekki kjörnum manni.

  • Arna Lára Jónsdóttir, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Daníel Jakobsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Kristján Andri Guðjónsson, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Jónas Þór Birgisson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Marzellíus Sveinbjörnsson, B-lista Framsóknarflokks
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Sigurður Jón Hreinsson, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
  • Kristín Hálfdánsdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Í-lista Frjálslyndra, óháðra, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 2018-2022

Í framboði voru B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og Í-listinn. Í-listinn hlaut fjóra bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur þrjá og Framsóknarflokkur tvo. Meirihluta mynduðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.

  • Arna Lára Jónsdóttir, Í-lista
  • Daníel Jakobsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Marzellíus Sveinbjörnsson, B-lista Framsóknarflokks
  • Aron Guðmundsson, Í-lista
  • Hafdís Gunnarsdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir, Í-lista
  • Sif Huld Albertsdóttir, D-lista Sjálfstæðisflokks
  • Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, B-lista Framsóknarflokks
  • Sigurður Jón Hreinsson, Í-lista

Áður en nýkjörin bæjarstjórn tók til starfa flutti Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir lögheimili sitt úr Ísafjarðarbæ og missti þar með kjörgengi. Í hennar stað kom Kristján Þór Kristjánsson. Í september 2019 baðst Aron Guðmundsson lausnar frá störfum. Í hans stað kom Þórir Guðmundsson.

Heimildir: Kosningasaga, upplýsingasíða um kosningar á Íslandi