Þjónustukönnun Byggðastofnunar: Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

Nú fer fram könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt, utan höfuðborgarsvæðis, vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu. Íbúar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni.
Lesa fréttina Þjónustukönnun Byggðastofnunar: Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

Tillaga að breytingum á aðalskipulagi: Breytt landnotkun á Suðurtanga

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar, í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykkti þann 19. ágúst 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga, Ísafirði. Hægt að skila athugasemdum við tillöguna rafrænt um skipulagsgátt eða beint til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar: skipulag@isafjordur.is til og með 3. október 2024.
Lesa fréttina Tillaga að breytingum á aðalskipulagi: Breytt landnotkun á Suðurtanga

Hugum að trjágróðri við lóðamörk

Garðeigendur í Ísafjarðarbæ eru hvattir til að klippa trjágróður við lóðamörk svo hann hindri ekki umferð vegfarenda eða hylji umferðarskilti og götumerkingar og dragi úr götulýsingu. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna þegar skólarnir eru að byrja og margir ungir nemendur að taka sín fyrstu skref í umferðinni.
Lesa fréttina Hugum að trjágróðri við lóðamörk

Ísafjörður: Lokað fyrir vatn á eyrinni mánudaginn 19. ágúst

Vegna viðgerðarvinnu verður lokað fyrir vatnið kl. 16 mánudaginn19. ágúst í eftirfarandi götum: Eyr…
Lesa fréttina Ísafjörður: Lokað fyrir vatn á eyrinni mánudaginn 19. ágúst

Auglýst eftir fyrirtækjum vegna uppbyggingar og reksturs ljósleiðaraneta

Fjar­skipta­sjóður áformar fram­hald af verk­efninu Ísland ljóstengt með það að mark­miði að ljúka styrktri ljós­leið­ara­væð­ingu. Af þessu tilefni auglýsir Ísafjarðarbær eftir fjarskiptafyrirtækjum sem hafa áhuga á að taka að sér uppbyggingu og rekstur ljósleiðaraneta í þéttbýli sveitarfélagsins fyrir árslok 2026.
Lesa fréttina Auglýst eftir fyrirtækjum vegna uppbyggingar og reksturs ljósleiðaraneta

Fasteignir Ísafjarðarbæjar: Ísafjarðarbær veitir stofnframlag vegna kaupa Brákar á 20 íbúðum

Ísafjarðarbær mun veita stofnframlög vegna kaupa Brákar íbúðafélags á 20 íbúðum í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar, níu íbúðum við Fjarðargötu 30 á Þingeyri og á ellefu íbúðum við Túngötu á Suðureyri. Gert er ráð fyrir að Brák taki yfir leigusamninga og aðrar skuldbindingar Fastís.
Lesa fréttina Fasteignir Ísafjarðarbæjar: Ísafjarðarbær veitir stofnframlag vegna kaupa Brákar á 20 íbúðum

Uppgjör annars ársfjórðungs: Rekstrarafgangur 143 m.kr. hærri en áætlað

Niðurstaða rekstrarreiknings Ísafjarðarbæjar á öðrum ársfjórðungi 2024 var send Hagstofu Íslands þann 2. ágúst og kynnt í bæjarráði þann 12. ágúst. Annar ársfjórðungur sýnir nú rekstrarafgang A- og B-hluta upp á 796 m.kr. fyrir janúar-júní. Fjárhagsáætlun fyrir sama tímabil gerir ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 653 m.kr. Rekstrarafgangur er því 143 m.kr. hærri en áætlað er.
Lesa fréttina Uppgjör annars ársfjórðungs: Rekstrarafgangur 143 m.kr. hærri en áætlað
Svava Rán Valgeirsdóttir, fyrir hönd Hollvinasamtaka Ágústu ÍS 65, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstj…

Samningur um að gera upp Ágústu ÍS 65 undirritaður

Samningur milli Ísafjarðarbæjar og Hollvinasamtaka Ágústu ÍS 65 um að gera upp bátinn Ágústu, sem lengi hefur verið leiktæki á Sumarróló á Suðureyri, hefur verið undirritaður.
Lesa fréttina Samningur um að gera upp Ágústu ÍS 65 undirritaður

Leitað að nöfnum á stíga í Ísafjarðarbæ

Ísafjarðarbær óskar eftir aðstoð íbúa við að skrásetja og finna nöfn á göngustíga sveitarfélagsins.
Lesa fréttina Leitað að nöfnum á stíga í Ísafjarðarbæ
Er hægt að bæta efnið á síðunni?