Tillaga að breytingum á aðalskipulagi: Breytt landnotkun á Suðurtanga

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar, í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykkti þann 19. ágúst 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga, Ísafirði.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að tryggja atvinnulífi á Ísafirði nægt rými til vaxtar og þróunar og draga úr hagsmunaárekstrum á milli mismunandi atvinnugreina. Fjölga á atvinnulóðum á Suðurtanga og styrkja höfnina og starfsemi í tengslum við hana.

Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið að endurskoðun tveggja deiliskipulaga á tanganum.

Aðalskipulagsbreytingin er unnin skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, uppdráttur og greinargerð, dags. 24. maí 2024, unnin af Verkís ehf. fyrir Ísafjarðarbæ.

Aðalskipulagstillagan á uppdrætti og greinargerð eru í birtingu á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 972/2023, frá og með 20. ágúst 2024 og til og með 3. október 2024.

Aðalskipulagstillagan er einnig aðgengileg á uppdrætti og greinargerð með forsendum breytinga ásamt umhverfismati, á bæjarskrifstofum og hér fyrir neðan.

Skipulagsuppdráttur
Greinargerð

Hægt að skila athugasemdum við aðalskipulagstillögu, rafrænt um skipulagsgáttina eða beint til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar: skipulag@isafjordur.is til og með 3. október 2024, þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar.

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar