Auglýst eftir fyrirtækjum vegna uppbyggingar og reksturs ljósleiðaraneta
Fjarskiptasjóður áformar framhald af verkefninu Ísland ljóstengt með það að markmiði að ljúka styrktri ljósleiðaravæðingu heimilisfanga með eitt eða fleiri lögheimili í öllum þéttbýlisstöðum og byggðakjörnum landsins fyrir árslok 2026 á grundvelli samvinnu íbúa, sveitarfélaga, fjarskiptafyrirtækja og ríkisins.
Ísafjarðarbær hefur tekið boði um að taka þátt í verkefninu í gegnum Fjarskiptasjóð en í sveitarfélaginu eru 101 staðföng ótengd. Hámarksstyrkupphæð getur verið 8.080.000 kr. án vsk.
Af þessu tilefni auglýsir Ísafjarðarbær eftir fjarskiptafyrirtækjum sem hafa áhuga á að taka að sér uppbyggingu og rekstur ljósleiðaraneta í þéttbýli sveitarfélagsins fyrir árslok 2026.
Fjarskiptafyrirtækin skulu hafa samband við sveitarfélagið með því að senda póst á bygg@isafjordur.is fyrir 1. september.
Upplýsingar um eftirfarandi þurfa að koma fram í póstinum
- Hvort fjarskiptafyrirtæki áformi að tengja styrkhæf heimilisföng á markaðslegum forsendum í byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar.
- Hvort fjarskiptafyrirtæki áformi að leggja og tengja eigið ljósleiðaranet í skurði/lagnaleið sem sveitarfélagið styrkir.
- Hvernig fjarskiptafyrirtæki áformi framkvæmd uppbyggingar ljósleiðarakerfisins hvað varðar forgangsröðun og tímasetningar.
Lista yfir styrkhæf heimilisföng í Ísafjarðarbæ geta áhugasöm fjarskiptafyrirtæki nálgast með því að hafa samband við bygg@isafjordur.is.