Söfn
Allar upplýsingar um sýningar, opnunartíma, símanúmer og fleira má finna á vef hvers safns.
Byggðasafn Vestfjarða
Ísafjarðarbær kemur að rekstri Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Safnið er í svokölluðu Turnhúsi í elstu húsaþyrpingu landsins. Önnur hús í þyrpingunni eru Tjöruhúsið þar sem rekinn er veitingastaður, Fakstorshús og Krambúð. Öll húsin eru í eigu Ísafjarðarbæjar, en þau tvö síðastnefndu eru leigð út til íbúa.
Gamla smiðjan á Þingeyri er nú rekin sem hluti Byggðasafnsins. Smiðjan er lifandi safn þar sem hægt er að fræðast um verkhætti sem tíðkuðust áður fyrr.
Safnahúsið á Eyrartúni
Bærinn rekur einnig Safnahúsið, eða Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði. Húsið var byggt sem sjúkrahús en hýsir nú bókasafn, héraðsskjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn.
Bókasafnið Ísafirði er með gott úrval af íslensku efni, bókum, tímaritum og kvikmyndum. Safnkosturinn á bókasafninu er valinn með tilliti til fjölbreytni og gæða, með hliðsjón af notendahóp safnsins. Þar eru sérstök rými fyrir börn og unglinga, lessalir og aðstaða til fundahalda.
Héraðsskjalasafnið Ísafirði tekur við, varðveitir og skráir skjöl afhendingarskyldra aðila á starfssvæði safnsins.
Ljósmyndasafnið Ísafirði veitir upplýsingar um skráðar ljósmyndir og ljósmyndasöfn sem varðveitt eru á safninu. Safnið tekur við ljósmyndum frá einstaklingum, félögum, fyrirtækjum og stofnunum.
Önnur söfn
Meðal annarra safna í bænum má nefna Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, Hversdagssafnið á Ísafirði og Gömlu bókabúðina á Flateyri.