Skipurit

Æðsta yfirvald Ísafjarðarbæjar er bæjarstjórn. Bæjarráð heyrir beint undir bæjarstjórn en í ráðinu eiga þrír bæjarfulltrúar sæti, sem kosnir eru árlega af bæjarstjórn. Bæjarráð fer með fjármála- og framkvæmdastjórn bæjarfélagsins ásamt bæjarstjóra sem og umsjón með stjórnsýslu bæjarins.

Skipurit nefnda

Skipurit stjórnsýslu

Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður embættismanna.

Þjónustu við bæjarbúa er stýrt af fjórum sviðum sem öll eru staðsett í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði:

  • Skóla- og tómstundasvið
  • Stjórnsýslu- og fjármálasvið
  • Umhverfis- og eignasvið
  • Velferðarsvið

Flestar stofnanir sveitarfélagsins heyra undir eitthvert þessara sviða en hafnir Ísafjarðarbæjar og slökkviliðið heyra beint undir bæjarstjóra.