Umsókn um byggingarleyfi

Umsókn um byggingarleyfi

Umsókn um byggingarleyfi er tvíþætt. Annars vegar þarf að samþykkja að byggingaráformin (aðalteikningarnar) uppfylli allar lagalegar kröfur sem gerðar eru til framkvæmdarinnar. Hins vegar er byggingarleyfi útgefið og heimild til framkvæmda veitt, þegar búið er að skrá ábyrgðaraðila framkvæmdar (byggingarstjóri og iðnmeistari) og greiða álögð gjöld. Áður en byggingarvinna hefst þurfa að liggja fyrir samþykktir séruppdrættir af uppbyggingu og útfærslu verksins. Samþykkt byggingarleyfisumsókn segir einungis til um það hvort áform um framkvæmd uppfylli lagalegar kröfur. Hún veitir ekki heimild til framkvæmda, til þess þarf að liggja fyrir formlega útgefið byggingarleyfi.

Umsóknareyðublöð fyrir byggingarleyfi

Þarf ég byggingarleyfi fyrir þessu?

Ein algengasta fyrirspurn til byggingarfulltrúa er hvort þurfi byggingarleyfi fyrir framkvæmdum eða hvort tilkynna þurfi framkvæmd. Til að fá svar við því er einfaldast að senda fyrirspurn með greinargóðri lýsingu á verkinu á bygg@isafjordur.is.