Tillaga að nýju deiliskipulagi: Frístundasvæði í Önundarfirði
Tillaga að nýju deiliskipulagi í Ísafjarðarbæ.
Frístundasvæði F37 við Stekkjarlæksbakka, Hóli í Firði í Önundarfirði
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 1. júlí 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Stekkjarlæksbakka, frístundasvæði F37 í Önundarfirði, uppdráttur með greinargerð unnin af M11 arkitektum fyrir Hól í Firði ehf., dags. 23. júní 2022, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hóll í firði er innsti bær í byggð í Önundarfirði. Deiliskipulagssvæðið er norðvestan við bæjarstæði Hóls, svo til mitt á milli Hóls og Vífilsmýra. Svæðið sem um ræðir er að mestu leyti svæði sem úthlutað var undir skógrækt árið 2000 og er lang stærstur hluti þess utan ræktaðs lands og mun frístundasvæði þetta ekki skerða góð landbúnaðarsvæði jarðarinnar. Skipulagssvæðið er á svæði F37 í Önundarfirði, skilgreint sem frístundahúsasvæði í gildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2022, þar sem heimild er fyrir allt að fimm nýjum frístundahúsum innan reits.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði frá og með miðvikudeginum 24. júlí 2024, til og með fimmtudagsins 5. september 2024 og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 914/2024.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 5. september 2024. Skila skal athugasemdum um skipulagsgáttina eða á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, einnig með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is .
Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar