Tillaga að deiliskipulagsbreytingum við Suðurtanga á Ísafirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 20. júní 2024 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi við Suðurtanga, Ísafirði, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið tekur til Suðurtanga Skutulsfjarðareyrar, sunnan Ásgeirsgötu og Sundahafnar.

Markmið deiliskipulagsins er að fjölga atvinnulóðum, m.a. í sjávartengdri starfsemi, og samþætta fjölbreytta nýtingu á skipulagssvæðinu.

Við útfærslu skipulagsins hefur verið lögð áhersla á öryggi vegfarenda, gæði byggðar, ásýnd svæðisins, varðveislu menningarminja og viðbrögð og varnir við sjávarflóðum. Séstaklega er hugað að gönguleiðum farþega skemmtiferðaskipa og samspili þeirra við starfsemi á Suðurtanga og Eyrinni.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá og með 4. júlí 2024 til 18. ágúst 2024 og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 685/2023, og hér fyrir neðan.

Skipulagsuppdráttur
Greinargerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 18. ágúst 2024. Skila skal athugasemdum um skipulagsgáttina eða á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, einnig með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is.

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar