Ísfirðingar með Norðurlandameistara, brons og Íslandsmet á NM ungmenna 2024

Tveir keppendur og þjálfari úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar tóku þátt á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) í bogfimi í Óðinsvé Danmörku 3-8 júlí. Þau höfðu góða uppskeru úr því með 1 gull, 1 brons og 1 Íslandsmet og fullt af góðum minningum.

Lokaniðurstöður Ísfirðinga í einstaklingskeppni:

  • Kristjana Rögn Andersen SFÍ – 9 sæti berboga kvenna U18
  • Maria Kozak SFÍ – 6 sæti berboga kvenna U21

Lokaniðurstöður Ísfirðinga í liðakeppni:

  • Kristjana Rögn Andersen SFÍ – 1 sæti berboga U18
  • Maria Kozak SFÍ – 3 sæti berboga U21

Ísfirðingar áttu hlutdeild í einu landsliðsmeti á NUM:

  • Berboga U21 NUM landsliðsmet – 1121 stig
    • Heba Róbertsdóttir BFB
    • Maria Kozak SFÍ
    • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH

 

Við óskum okkar fólki til hamingju með þennan frábæra árangur!

 

Fréttin er aðsend af Bogfimisambandi Íslands, hægt er að lesa nánar á slóðunum fyrir neðan:

https://archery.is/isfirdingar-med-nordurlandameistara-brons-og-islandsmet-a-nm-ungmenna-2024/

https://archery.is/sugfirdingurinn-maria-kozak-med-brons-og-islandsmet-a-nordurlandameistaramotinu/

https://archery.is/thingeyringurinn-kristjana-rogn-andersen-nordurlandameistari-i-bogfimi/