Vinna við gerð náttúrustígs upp í Naustahvilft heldur áfram um helgina, áfram undir leiðsögn Kjartans Bollasonar.
Ísafjarðarbær kallar á ný eftir þátttakendum á námskeiðið til að vinna með Kjartani að stígagerðinni dagana 7. og 8. júní.
Slysavarnardeildin Iðunn á Ísafirði og björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal tóku sig saman og afhentu Ísafjarðarhöfn kistu með 10 björgunarvestum laugardaginn 1. júní, daginn fyrir sjómannadag.
Kjörfundur vegna forsetakosninga í Ísafjarðarbæ verður haldinn þann 1. júní 2024. Kjörfundur hefst kl. 09:00 í öllum kjördeildum og stendur til kl. 22:00 í 1.-3. kjördeild en til kl. 20:00 í 4.-6. kjördeild.