Álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkað árið 2025

Bæjarstjórn samþykkti á 541. fundi sínum þann 31. október að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði úr 0,54% árið 2024 í 0,50% árið 2025. Skattur á atvinnuhúsnæði verður óbreyttur 1,65%, skattur á opinberar byggingar verður óbreyttur 1,32%, og lóðarleiga verður óbreytt 1,5%.

Áður hafði málið verið tekið fyrir á 540. fundi bæjarstjórnar þann 15. október þar sem bæjarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verði 0,52% árið 2025.

Á fundi 1301. fundi bæjarráðs mánudaginn 28. október voru drög að fjárhagsáætlun 2025 lögð fram til umræðu. Í ljósi góðrar niðurstöðu áætlunarinnar ákvað bæjarráð samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að færa álagningarhlutfallið enn neðar svo það verði 0,50%.

Í minnisblaði fjármálastjóra sem kynnt var bæjarstjórn koma fram upplýsingar um tekjubreytingu sveitarfélagsins myndi álagningarhlutfallið vera lækkað í 0,50%, auk upplýsinga um áhrif tillagna um lækkun á framlög Jöfnunarsjóðs til Ísafjarðarbæjar.

Sviðsmyndirnar þrjár sem lagðar voru fram má skoða í töflunni hér fyrir neðan. Þar er til samanburðar 0,54% álagning ársins 2024, auk upplýsinga um lækkun tekna Jöfnunarsjóðs.

 

2024: 0,54% hlutfall af íbúðarhúsnæði, 1,65% af öðru húsnæði og 1,32% af opinberum byggingum

2025: Tillaga um 0,54% (óbreytt) hlutfall af íbúðarhúsnæði, 1,65% af öðru húsnæði og 1,32% af opinberum byggingum

2025: Tillaga um 0,52% hlutfall af íbúðarhúsnæði, 1,65% af öðru húsnæði og 1,32% af opinberum byggingum

2025: Tillaga um 0,50% hlutfall af íbúðarhúsnæði, 1,65% af öðru húsnæði og 1,32% af opinberum byggingum

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði

332.549.930

374.974.374

361.086.433

347.198.500

Fasteignaskattur á annað húsnæði

187.556.429

210.455.574

210.455.574

210.455.574

Fasteignaskattur á opinberar byggingar

45.328.603

47.800.117

47.800.117

47.800.117

 

565.434.962

633.230.065

619.342.124

605.454.191

         

Tekjur Jöfnunarsjóðs miðað við forsendur 2024

 

336.900.000

328.400.000

319.800.000

Eins og taflan sýnir lækka skatttekjur Ísafjarðarbæjar um 27.775.874 kr. við lækkun álagningarhlutfalls úr 0,54% í 0,50%, auk þess sem tekjur Jöfnunarsjóðs lækka um 17,1 m.kr. Alls er það lækkun um 44,9 m.kr. Sem fyrr segir samþykkti bæjarstjórn að álagningarhlutfallið á íbúðarhúsnæði verði 0,50% árið 2025.