Lokað í sundlaug Þingeyrar fram yfir helgi
08.11.2024
Fréttir
Rúða sprakk í sundlauginni á Þingeyri í óveðrinu sem reið yfir í gær, fimmtudag, og fóru glerbrot í laugina og um laugarbakkann. Hreinsun á svona gleri tekur því miður langan tíma og verður sundlaugin og pottar því lokuð fram yfir helgi. Vonast er til að hægt verði að opna aftur á mánudaginn.
Björgunarsveitinni Dýra eru sendar þakkir fyrir þá aðstoð sem sveitin veitti í óveðrinu.