Snævar Sölvason er bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2024
26.10.2024
Fréttir
Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur útnefnt kvikmyndagerðarmanninn Snævar Sölvason sem bæjarlistamaður 2024.
Útnefningin fór fram í Netagerðinni, skapandi vinnustofum, á Ísafirði laugardaginn 26. október, sem hluti af dagskrá Veturnótta.
Snævar útskrifaðist frá Kvikmyndaskólanum árið 2014 og hefur gert fjórar kvikmyndir, nú síðast Ljósvíkinga sem frumsýnd var fyrr á árinu.
Rökstuðningur menningarmálanefndar:
Líkt og fyrri ár kallaði menningarmálanefnd eftir tilnefningum frá íbúum Ísafjarðarbæjar þegar kom að því að velja bæjarlistamann ársins. Snævar hlaut ríflega 20 vel rökstuddar tilnefningar.
Snævar er einstaklega verðugur bæjarlistamaður sveitarfélagsins. Hann hefur rækilega sannað sig í sínu fagi og þannig unnið mikilvægt starf í uppbyggingu og framgangi kvikmyndagerðar á Vestfjörðum.
Nýjasta kvikmynd hans, Ljósvíkingar, hefur slegið í gegn svo um munar og hlotið verðskuldað lof, bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Ljósvíkingar tekst á við alvarleg samfélagsleg málefni með húmorinn að vopni og sýnir Ísafjörð í skemmtilegu ljósi. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá aðkomu fjölmargra heimamanna að gerð myndarinnar, bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar.
Það er von menningarmálanefndar að útnefning Snævars til bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar verði honum hvatning til frekari stórverka á sviði kvikmyndalistar.
Snævar er einstaklega verðugur bæjarlistamaður sveitarfélagsins. Hann hefur rækilega sannað sig í sínu fagi og þannig unnið mikilvægt starf í uppbyggingu og framgangi kvikmyndagerðar á Vestfjörðum.
Nýjasta kvikmynd hans, Ljósvíkingar, hefur slegið í gegn svo um munar og hlotið verðskuldað lof, bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Ljósvíkingar tekst á við alvarleg samfélagsleg málefni með húmorinn að vopni og sýnir Ísafjörð í skemmtilegu ljósi. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá aðkomu fjölmargra heimamanna að gerð myndarinnar, bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar.
Það er von menningarmálanefndar að útnefning Snævars til bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar verði honum hvatning til frekari stórverka á sviði kvikmyndalistar.