Auglýst eftir fyrirtækjum vegna uppbyggingar og reksturs ljósleiðaraneta

Fjar­skipta­sjóður áformar fram­hald af verk­efninu Ísland ljóstengt með það að mark­miði að ljúka styrktri ljós­leið­ara­væð­ingu. Af þessu tilefni auglýsir Ísafjarðarbær eftir fjarskiptafyrirtækjum sem hafa áhuga á að taka að sér uppbyggingu og rekstur ljósleiðaraneta í þéttbýli sveitarfélagsins fyrir árslok 2026.
Lesa fréttina Auglýst eftir fyrirtækjum vegna uppbyggingar og reksturs ljósleiðaraneta

Fasteignir Ísafjarðarbæjar: Ísafjarðarbær veitir stofnframlag vegna kaupa Brákar á 20 íbúðum

Ísafjarðarbær mun veita stofnframlög vegna kaupa Brákar íbúðafélags á 20 íbúðum í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar, níu íbúðum við Fjarðargötu 30 á Þingeyri og á ellefu íbúðum við Túngötu á Suðureyri. Gert er ráð fyrir að Brák taki yfir leigusamninga og aðrar skuldbindingar Fastís.
Lesa fréttina Fasteignir Ísafjarðarbæjar: Ísafjarðarbær veitir stofnframlag vegna kaupa Brákar á 20 íbúðum

Uppgjör annars ársfjórðungs: Rekstrarafgangur 143 m.kr. hærri en áætlað

Niðurstaða rekstrarreiknings Ísafjarðarbæjar á öðrum ársfjórðungi 2024 var send Hagstofu Íslands þann 2. ágúst og kynnt í bæjarráði þann 12. ágúst. Annar ársfjórðungur sýnir nú rekstrarafgang A- og B-hluta upp á 796 m.kr. fyrir janúar-júní. Fjárhagsáætlun fyrir sama tímabil gerir ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 653 m.kr. Rekstrarafgangur er því 143 m.kr. hærri en áætlað er.
Lesa fréttina Uppgjör annars ársfjórðungs: Rekstrarafgangur 143 m.kr. hærri en áætlað
Svava Rán Valgeirsdóttir, fyrir hönd Hollvinasamtaka Ágústu ÍS 65, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstj…

Samningur um að gera upp Ágústu ÍS 65 undirritaður

Samningur milli Ísafjarðarbæjar og Hollvinasamtaka Ágústu ÍS 65 um að gera upp bátinn Ágústu, sem lengi hefur verið leiktæki á Sumarróló á Suðureyri, hefur verið undirritaður.
Lesa fréttina Samningur um að gera upp Ágústu ÍS 65 undirritaður

Leitað að nöfnum á stíga í Ísafjarðarbæ

Ísafjarðarbær óskar eftir aðstoð íbúa við að skrásetja og finna nöfn á göngustíga sveitarfélagsins.
Lesa fréttina Leitað að nöfnum á stíga í Ísafjarðarbæ

Laus lóð: Stefnisgata 8 á Suðureyri

Lóðin við Stefnisgötu 8 á Suðureyri er nú laus til umsóknar.
Lesa fréttina Laus lóð: Stefnisgata 8 á Suðureyri

Tillaga að deiliskipulagsbreytingum við Suðurtanga á Ísafirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 20. júní 2024 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi við Suðurtanga, Ísafirði. Skipulagssvæðið tekur til Suðurtanga Skutulsfjarðareyrar, sunnan Ásgeirsgötu og Sundahafnar.
Lesa fréttina Tillaga að deiliskipulagsbreytingum við Suðurtanga á Ísafirði

Ísafjörður: Tímabundin lokun í Hafnarstræti 7.-16. ágúst

Lokað verður fyrir bílaumferð í Hafnarstræti á Ísafirði, frá gatnamótum Hafnarstrætis og Austurvegar að gatnamótum Hafnarstrætis og Silfurgötu, frá miðvikudeginum 7. ágúst til föstudagsins 16. ágúst. Lokunin nær einnig yfir bílastæði við götuna. Lokað verður á milli kl. 08:00 og 19:00 á hverjum degi á þessu tímabili. 
Lesa fréttina Ísafjörður: Tímabundin lokun í Hafnarstræti 7.-16. ágúst

Tillaga að deiliskipulagsbreytingum — Mjólkárlína 2

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 1. júlí 2024 að auglýsa tillögu á breytingum á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar vegna Mjólkárlínu II.
Lesa fréttina Tillaga að deiliskipulagsbreytingum — Mjólkárlína 2
Er hægt að bæta efnið á síðunni?