Suðureyri: Rafmagnsleysi hefur áhrif á vatnsveitu

Í kvöld frá klukkan 00:00 til klukkan 07:00 í fyrramálið, 17. desember, verður rafmagnslaust í öllum bænum á Suðureyri og í Staðardal vegna tengivinnu í kyndistöðinni á Suðureyri, samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.

Rafmagnsleysið hefur áhrif á vatnsveituna á Suðureyri, þar sem geislunarbúnaður sem notaður er til að að sótthreinsa neysluvatn verður óvirkur þegar ekkert rafmagn er á bænum. Íbúar sem telja sig þurfa vatn til neyslu í nótt eru því hvattir til að fylla nokkrar flöskur áður en rafmagnið fer af.

Þá er viðbúið að vatnsþrýstingur í Hjallabyggð verði lélegur í rafmagnsleysinu.

SMS hefur verið sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar. Til að skrá númer þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á 1819 og velja Mín skráning undir Minn aðgangur. Þar er hægt að setja inn eða uppfæra símanúmer og heimilisfang.