Öðruvísi jól hjá Byggðasafninu
13.12.2024
Fréttir
Aðventan á Byggðasafni Vestfjarða er með eilítið öðrum hætti þetta árið. Skemmdir urðu á Turnhúsinu í óveðri snemma í haust og því verður ekki sett upp hefðbundin jólasýning á safninu. Í staðinn verður notaleg jólastemming í upplýsingamiðstöðinni, með jólaföndri, jólabúð, smákökum og heitu súkkulaði.
Jól í Neðstakaupstað — Opnun á jólaföstu.
Jólasýning, jólabúð og jólaföndur í upplýsingamiðstöðinni. Einnig verður jólaglögg, smákökur og heitt súkkulaði að venju.
14. desember
12:00 - 17:00
15. desember
12:00 - 17:00
21. desember
12:00 - 17:00
22. desember
12:00 - 17:00