Íþróttavika Evrópu 2024

Skrá nýjan viðburð


Íþróttavika Evrópu er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Af því tilefni verða fjölbreyttir íþróttaviðburðir í boði í Ísafjarðarbæ.

Dagskrá:

Laugardagur 21. september
14-16 Í góðum félagsskap, Edinborgarhúsinu Ísafirði

Sunnudagur 22. september
13:30 Heilsuganga heldri borgara, Hlíf Ísafirði
16-18 Opinn tími í klifurhúsinu, skátaheimilinu Ísafirði
Frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar

Mánudagur 23. september
10:00 Yoga heldri borgara, leikfimissalnum á Hlíf Ísafirði
13:30 Heilsuganga heldri borgara, Hlíf Ísafirði
16:30 Fyrirlestur —  Salome Elín Ingólfsdóttir: Næring ungmenna, góð orka fyrir krefjandi daga. 4. hæð Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
17-18 Kvennaleikfimi í íþróttahúsinu við Austurveg, Ísafirði.
17-19:30 Opinn tími í klifurhúsinu, skátaheimilinu Ísafirði
18:00 Fyrirlestur — Viðar Halldórsson: Hið ósýnilega afl — hvernig samskipti bæta líðan og lífsgæði einstaklinga og samfélags. 4. hæð Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.*
Frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar

Þriðjudagur 24. september
12-16 Heilsufarsmæling**
13:30 Heilsuganga heldri borgara, Hlíf Ísafirði
18:00 Karlahreysti, hist við íþróttahúsið á Torfnesi, Ísafirði
20-22 Opinn tími í klifurhúsinu, skátaheimilinu Ísafirði
Frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar

Miðvikudagur 25. september

09:45 Stólaleikfimi heldri borgara í leikfimissalnum á Hlíf, Ísafirði
12-16 Heilsufarsmæling**
13:30 Heilsuganga heldri borgara – Hlíf, Ísafirði
14:00 Pútt á púttvellinum við Hlíf, Ísafirði, íþróttafélagið Kubbi leiðbeinir, allir velkomnir
17:00 HlaupahópurINN á Flateyri, hist við íþróttahúsið
17:00 Sjósund við bryggjuna í Holti, Önundarfirði
17-19 Bogfimi í aðstöðu skotíþróttafélagsins (í stúkunni á Torfnessvæðinu) opið fyrir alla
Frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar

Fimmtudagur 26. september
12-16 Heilsufarsmæling**
13:30 Heilsuganga heldri borgara – Hlíf, Ísafirði
16:30-18 Opinn tími í klifurhúsinu, fjölskyldutími fyrir yngstu börnin, skátaheimilinu Ísafirði
17-18 Kvennaleikfimi í íþróttahúsinu við Austurveg, Ísafirði.
18:00 Karlahreysti, hist við íþróttahúsið á Torfnesi, Ísafirði
Frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar

Föstudagur 27. september
13:30 Heilsuganga heldri borgara – Hlíf, Ísafirði
17-19 Píla í aðstöðu skotíþróttafélagsins (í stúkunni á Torfnessvæðinu) opið fyrir alla
Frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar

Laugardagur 28. september
09:00 Karlahreysti, hist við íþróttahúsið á Torfnesi, Ísafirði
13:30 Heilsuganga heldri borgara – Hlíf, Ísafirði
Frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar

Sunnudagur 29. september
13:30 Heilsuganga heldri borgara – Hlíf, Ísafirði
16-18 Opinn tími í klifurhúsinu, fjölskyldutími fyrir allan aldur, skátaheimilinu Ísafirði
Frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar

Mánudagur 30. september
Frítt í sundlaugar Ísafjarðarbæjar

*Viðar Halldórsson, fyrirlestur mánudaginn 23. september kl. 18:00 í stjórnsýsluhúsinu
Fjallað verður um það félagslega afl sem myndast í samskiptum fólks, og stuðlar að vellíðan þess, gerir hóp að liði, og samfélag að samfélagi. Þetta afl, sem í formi félagslegra töfra, myndar dýrmætan félagsauð sem reynist fólki ómetanlegur í dagsins önn. Í fyrirlestrinum verður þetta félagslega afl sem jafnan er erfitt að sjá með berum augum gert sýnilegra og mikilvægi þess fyrir einstaklinga og samfélags reifað. Fyrirlesturinn hentar öllum sem vilja leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag enn betra, fyrir sig og sína.
Frekari upplýsingar um Viðar og efni fyrirlestursins má finna á heimasíðunni www.felagslegirtofrar.is

**Heilsufarsmæling
Hægt verður að panta tíma í heilsufarsmælingu sem fram fer dagana 24.-26. september.
Heilsufarsmæling er góð leið til að öðlast þekkingu á heilsufari. Heilsufarsskoðun miðar að heilsueflandi ráðgjöf hjúkrunarfræðings og mælinga á blóðþrýstingi, púls, blóðsykri, heildarkólesteróli og blóðrauða. Ráðgjöf hjúkrunarfræðings miðar að niðurstöðum mælinga og sniðin að þörfum hvers og eins. Þórunn Berg, eigandi Heilsuberg mun annast heilsufarsmælinguna.
7.000 kr.
Frekari upplýsingar og bókanir: heilsuberg@gmail.com eða í síma 865-7827.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?