Kosningar 2024
Boðað hefur verið til alþingiskosninga laugardaginn 30. nóvember 2024.
Í Ísafjarðarbæ eru sex kjördeildir.
Sérstök athygli er vakin á því að kjörstaðir verða opnir skemur en í fyrri kosningum.
1.-3. kjördeild er í Menntaskólanum á Ísafirði (sjá á korti)
Opið frá 9:00-21:00.
4. kjördeild er í Grunnskólanum á Suðureyri (sjá á korti)
Opið frá 9:00-18:00.
5. kjördeild er í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri (sjá á korti)
Opið frá 9:00-18:00.
6. kjördeild er í Grunnskólanum á Þingeyri (sjá á korti)
Opið frá 9:00-18:00.
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi. Kjósendur geta kannað hvar þeir eiga að kjósa á vef Þjóðskrár.
Listi yfir frambjóðendur
Flokkur fólksins
- Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður, Hrafnabjörgum Þingeyri
- Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður og fyrrv. alþingismaður, Suðureyri
- Bragi Þór Thoroddsen, sveitastjóri Súðavíkurhrepps, Súðavík
- Heiða Rós Eyjólfsdóttir, tanntæknir og hársnyrtir, Blönduósi
- Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður hjá Ísafjarðarbæ, Ísafirði
- Snorri Snorrason, skipstjóri, Sauðárkróki
- Valda Brokane, skipstjóri, Suðureyri
- Guðni Már Lýðsson, formaður Smábátafélagsins Skalli, Skagaströnd
- Dagný Ósk Hermannsdóttir, deildarstjóri eldhúss Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Stykkishólmi
- Hafþór Guðmundsson, strandveiðimaður, Þingeyri
- Svanur Grétar Jóhannsson, sjómaður, Stykkishólmi
- Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari Grundartanga, Akranesi
- Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, Stykkishólmi
- Andrea Þórunn Björnsdóttir, frumkvöðull í góðgerðarmálum, Akranesi
Framsóknarflokkurinn
- Stefán Vagn Stefánsson alþingismaður Sauðárkróki
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir alþingismaður Borgarnesi
- Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður Flateyri
- Ragnar Baldvin Sæmundsson Bæjarfulltrúi Akranesi
- Þorgils Magnússon byggingatæknifræðingur Blönduósi
- Gunnar Ásgrímsson kennaranemi Sauðárkróki
- Steinunn Guðmundsdóttir vélvirkjanemi og nemi í Véliðnfræði við HR Akranesi
- Garðar Freyr Vilhjálmsson mjólkurfræðingur Dalabyggð
- Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir málstjóri farsældarbarna Bolungarvík
- Sigurbjörn Rafn Úlfarsson framkvæmdastjóri Hólmavík
- Gauti Geirsson framkvæmdastjóri Ísafirði
- Jóhanna María Sigmundsdóttir staðgengill sveitastjóra Dalabyggð
- Elsa Lára Arnardóttir aðstoðarskólastjóri Akranesi
- Sveinn Bernódusson stálsmíðameistari Bolungarvík
Lýðræðisflokkurinn
- Eldur Smári Kristinsson - formaður Samtakanna 22
- Ágústa Árnadóttir – snyrtifræðimeistari
- Sigurður Bjarnason – kerfisfræðingur
- Ingibergur Valgarðsson – laganemi
- Nikita Kozlov – framkvæmdarstjóri
- Jón Hafþór Marteinsson – almennur borgari
- Stefanía Arna Marínósdóttir – ritari
- Fanney Einarsdóttir – markþjálfi og lífsráðgjafi
- Fannar Eyfjörð Skjaldarson – bílstjóri
- Sigursteinn Snorrason – íþróttakennari
- Sindri Már Erlingsson – framkvæmdarstjóri
- Jóel Duranona – rafvirkjanemi
- Guðrún Björnsdóttir- fyrrv. leikskólakennari
- Guðmundur Otri Sigurðsson – tæknimaður
Miðflokkurinn
- Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og sendiherra
- Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi ráðherra
- Sigurður Páll Jónsson, fyrrverandi þingmaður
- Hákon Hermannsson, Ísafirði
- Högni Elfar Gylfason, Skagafirði
- Finney Aníta Thelmudóttir, Akranesi
- Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, Skagaströnd
- Friðþjófur Orri Jóhannsson, Hellissandi
- Erla Rut Kristínardóttir, Akranesi
- Hafþór Torfason, Drangsnesi
- Ásgeir Sævar Víglundsson, Dalasýslu
- Jökull Fannar Björnsson, Borgarbyggð
- Óskar Torfason, Drangsnesi
- Óli Jón Gunnarsson, Akranesi
Píratar
- Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks
- Sunna Einarsdóttir grafískur hönnuður
- Pétur Óli Þorvaldsson bóksali
- Sigríður Elsa Álfhildardóttir sjúkraliði
- Ragnheiður Steina Ólafsdóttir öryrki
- Davíð Sól Pálsson leikskólakennari
- Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir veitingastaðseigandi
- Arnór Freyr Ingunnarson lífefnafræðingur
- Heiða Jonna Friðfinnsdóttir kennari
- Gunnar Örn Rögnvaldsson stuðningsfulltrúi
- Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir lögfræðingur
- Vigdís Auður Pálsdóttir deildarstjóri
- Gunnar Ingiberg Guðmundsson óværugreinir
- Aðalheiður Jóhannsdóttir öryrki
Samfylkingin
- Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar,
- Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ,
- Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi,
- Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra,
- Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður í Borgarnesi,
- Garðar Svansson, fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði,
- Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams, verkefnastjóri á Sauðárkróki,
- Gylfi Þór Gíslason, lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum,
- Líney Árnadóttir, starfsráðgjafi í Húnabyggð,
- Guðrún Anna Finnbogadóttir, teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu,
- Stefán Sveinsson, sjómaður og smiður á Skagaströnd,
- Bakir Anwar Nassar, starfsmaður Húsasmiðjunnar
- Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, frístundaráðgjafi í Dalabyggð
- Guðjón Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður
Sjálfstæðisflokkurinn
- Ólafur Adolfsson lyfsali Akranesi
- Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggð
- Auður Kjartansdóttir fjármálastjóri Snæfellsnesi
- Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Hnífsdal
- Kristófer Már Maronsson starfsmaður þingflokks Sauðárkróki
- Ragnhildur Eva Jónsdóttir lögfræðingur/sauðfjárbóndi Borgarbyggð
- Magnús Magnússon sóknarprestur Húnaþingi vestra
- Sigurbjörg Ottesen Kúabóndi/stjórnarmaður BÍ Snæfellsnesi
- Ragnheiður Helgadóttir hjúkrunarfræðingur Akranesi
- Þórður Logi Hauksson nemi Vestfjörðum
- Snæbjört Pálsdóttir sérfræðingur hjá VÍS/laganemi Skagafirði
- Guðmundur Haukur Jakobsson pípulagningameistari Húnabyggð
- Helgi Rafn Bergþórsson nemi Akranesi
- Sigríður Finsen hagfræðingur Snæfellsnesi
Sósíalistaflokkur Íslands
- Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna
- Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona
- Ævar Kjartansson, útvarpsmaður
- Ragnheiður Guðmundsdóttir, blaðamaður
- Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri
- Sólveig Hulda Benjamínsdóttir, safnafræðingur
- Sigfús Bergmann Önundarson, strandveiðimaður
- Ágústa Anna Sigurlína Ómarsdóttir, félagsliði
- Brynjólfur Sigurbjörnsson, vélsmiður
- Álfur Logi Guðjónsson, fjósamaður
- Valdimar Andersen Arnþórsson, frístundabóndi
- Helga Thorberg, leikkona / leiðsögumaður
- Valdimar Jón Halldórsson, mannfræðingur
- Indriði Aðalsteinsson, bóndi
Viðreisn
- María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Flateyri
- Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Akranesi
- Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar. Stykkishólmi
- Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Ísafirði
- Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Norðuráli. Akranesi
- Alexander Aron Guðjónsson, Lýsingahönnuður og rafvirki. Akranesi
- Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri. Patreksfirði
- Magnús Einar Magnússon, stálsmíðameistari. Flateyri
- Maggý Hrönn Hermannsdóttir, kennari á eftirlaunum. Ólafsvík
- Sigþór Snorrason, kennari. Ísafirði
- Alma Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks. Blönduósi
- Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur. Borgarnesi
- Sunna Gylfadóttir, kennari. Varmahlíð
- Sigurbjörn Sveinsson, læknir. Reykjavík
Vinstri græn
- Álfhildur Leifsdóttir, Skagafirði
- Bjarki Hjörleifsson, Stykkishólmi
- Sigríður Gísladóttir, Ísafirði
- Friðrik Aspelund, Borgarbyggð
- Lilja Magnúsdóttir, Grundarfirði
- María Maack, Reykhólum
- Kristín Þorleifsdóttir, Stykkishólmi
- Matthías Lýðsson, Strandir
- Brynja Þorsteinsdóttir, Borgarbyggð
- Bjartmar Hlynur Hannesson, Borgarbyggð
- Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafirði
- Valdimar Guðmannsson, Húnabyggð
- Halla Hrefnu Steinólfsdóttir, Dölum
- Björg Baldursdóttir, Skagafirði
Yfirkjörstjórn
Yfirkjörstjórn skal kosin á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar til fjögurra ára í senn. Yfirkjörstjórnir skulu jafnan vera reiðubúnar til þess að mæta fyrirvaralaust á fundi á kjördegi til ákvarðana og úrskurða í sambandi við kosninguna ef með þarf.
Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar:
Kristín Þóra Henrysdóttir, kristinhenrysd@gmail.com, s. 823 2078.
Jóhanna Oddsdóttir, granigardur@hotmail.com, s. 848 0915
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, gudnystef@simnet.is, s. 861 1072
Tímalína
18. október
Kjördagur auglýstur
29. október
Viðmiðunardagur kjörskrár
Á kjörskrá eru þau sem uppfylla skilyrði til að kjósa í kosningum. Viðmiðunardagur kjörskrár er klukkan 12:00 þann 29. október.
31. október
Framboðsfrestur rennur út
Framboðsfrestur rennur út klukkan 12:00 fimmtudaginn 31. október.
31. október
Kjörskrá auglýst
Hægt verður að fletta upp hvort einstaklingur sé á kjörskrá eftir þennan dag.
3. nóvember
Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð
7. nóvember
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst
Hægt er að kjósa m.a. hjá sýslumönnum, í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis.
Kjósendur sem kjósa utan síns kjördæmis þurfa sjálfir að taka atkvæðisbréfið sitt og skila því til kjörstjórnar í því sveitarfélagi sem þeir tilheyra. Sveitarfélagið skal varðveita atkvæðisbréfið á öruggum stað í innsigluðum kassa þar til kjördagur kemur. Ef kjósandi kýs hjá kjörstjóra á kjördegi, ber honum að sjá sjálfur um að skila atkvæðisbréfinu.
Hjá Ísafjarðarbæ er tekið á móti atkvæðisbréfum á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, 2. hæð. Opnunartími er kl. 10-12 og 12.30 -15 alla virka daga.
29. nóvember
Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur
30. nóvember
Kjördagur
Kosið verður til Alþingis
Kosið utan kjörfundar
Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu sýslumanns.
Kosið utan kjördæmis
Hægt er að kjósa utan kjördæmis hjá sýslumönnum, í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis.
Upplýsingar um atkvæðagreiðslu hjá sýslumannsembættum
Listi yfir íslensk sendiráð og ræðismenn
Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.
Kjósendur sem kjósa utan síns kjördæmis þurfa sjálfir að taka atkvæðisbréfið sitt og skila því til kjörstjórnar í því sveitarfélagi sem þeir tilheyra. Sveitarfélagið skal varðveita atkvæðisbréfið á öruggum stað í innsigluðum kassa þar til kjördagur kemur. Ef kjósandi kýs hjá kjörstjóra á kjördegi, ber honum að sjá sjálfur um að skila atkvæðisbréfinu.
Hjá Ísafjarðarbæ er tekið á móti atkvæðisbréfum á bæjarskrifstofunum að Hafnarstærti 1, 2. hæð. Opnunartími er kl. 10-12 og 12.30 -15 alla virka daga.
Hæfi kjörstjórnarmanna
Hæfisreglum kosningalaga var breytt 1. september 2023, eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, vegna of strangra hæfisreglna sem olli vandkvæðum við mönnun undirkjörstjórna.
Í 18. gr. laganna segir:
Kjörstjórnarmaður, sbr. 15. gr., og fulltrúi í landskjörstjórn skal víkja sæti ef til úrskurðar er mál:
a. er varðar maka hans eða sambúðarmaka, enda sé sambúðin skráð í þjóðskrá, eða þann sem er skyldur honum eða mægður í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti við ættleiðingu, eða
b. ef að öðru leyti en greinir í a-lið eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Ágreiningi um hæfi kjörstjórnarmanns og fulltrúa í landskjörstjórn til að úrskurða í máli má skjóta til úrskurðarnefndar kosningamála skv. 22. gr.
Með öðrum orðum þýðir þetta að kjörstjórnarmaður er vanhæfur EF hann er tengdur frambjóðanda með eftirfarandi hætti OG verið er að úrskurða um mál þar sem vensl eru eftirfarandi:
- Er eða hefur verið maki frambjóðanda.
- Er eða hefur verið í skráðri sambúð með frambjóðanda.
- Er skyldur í beinan legg: Afi, amma, mamma, pabbi, barn eða barnabarn er frambjóðandi.
- Er skyldur í öðrum lið til hliðar: Systkini, frændsystkini, föður- eða móðursystkini er frambjóðandi.
- Mægður frambjóðanda í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar. Með mægðun er hér átt við tengsl sem stofnast gegnum hjúskap. Veldur það þá vanhæfni ef maki þinn er skyldur frambjóðanda sem segir í 3 og 4 lið.
- Skyldleiki samkvæmt 3. 4. og 5 lið gilda einnig um ættleiðingar.
Ef vafi leikur á um hæfi er kjörstjórnarmönnum bent á að hafa samband við yfirkjörstjórn.